mánudagur, apríl 18, 2005

Mér finnst...

...alveg hrikalega leiðinlegt að skrifa ritgerðir. Yfirleitt kvíði ég ritgerðasmíðum langt fram í tímann, meðvituð um hversu pirruð og úrill ég mun verða. Reyndar finnst mér bara skriftir alveg hræðileg kvöl yfir höfuð, að bloggi undanskildu vegna þess að ég kýs að hafa færslurnar einfaldar og afslappaðar. Öðru hverju kemst ég reyndar á flug, með tilheyrandi ánægju, en svo koma þessir krónísku hikstar sem gera mig brjálaða. Jafnvel þótt afraksturinn sé yfirleitt bara alveg ágætur, þá finnst mér þetta ferli, að skrifa, bara of erfitt. Amk til lengdar, því ég hef mikla ánægju af því að skrifa stutta texta í anda þessa bloggs. Um leið og þeir taka að lengjast hinsvegar, þá byrja ég að engjast í samræmi við það, fer að efast um hvert orð og langar að lokum bara til að brenna þetta allt upp til agna og breiða sængina upp fyrir höfuð. Það verður fróðlegt að sjá hvort ég lifi BA-og mastersverkefnin af.

Engin ummæli: