1.maí
Er þetta nú ekki orðið svolítið úrelt, lokandi verslunum hist og bast út af einhverri dagsetningu? Þegar ég vil mitt ostapopp þá fæ ég mitt ostapopp og læt engan verkalýðsdag koma í veg fyrir þá neyslu. Hvers konar greiði á það líka að vera fyrir verkalýðinn að senda hann bara launalausan heim? Verkalýðurinn þarf sinn aur skal ég segja ykkur og það eru alltaf nokkrir á hverjum vinnustað sem vilja fegnir taka á sig aukavakt með 90% álagi. Mér líður bara eins og ég sé komin aftur í forneskju þegar ég tek stefnuna út í sjoppu en kem að lokuðum dyrum. Fuss.
Beygingarmynd dagsins...
...er að þessu sinni inspíreruð af vangaveltum um prófalífstíl. Þannig er nú mál með vexti í mínu tilfelli, og á það eflaust við um fleiri, að ég þarf að múta sjálfri mér til að sitja yfir bókunum. Múturnar felast þá iðulega í einhverjum bölvuðum ólifnaði, s.s. súkkulaði eða karamellum. (Gulrætur...ha? Niðurskorin gúrka? Ertu ekki að grínast?) Að þessu sinni á ostapoppið hug minn allan. Þar af leiðandi er beygingarmynd dagsins snarls
Engin ummæli:
Skrifa ummæli