mánudagur, maí 02, 2005

Namus est lifstilum

Það skemmtilegasta við nám er þegar maður finnur hvernig það fléttast sífellt þéttar saman. Þegar hleðst ofan á grunninn. Mér finnst gaman þegar ég les fyrir próf og rekst á orð sem ég man eftir að hafa lært fyrir glósupróf í ensku í MR. Eins er ánægjulegt að finna hvernig franskan, danskan, spænskan og latínan nýtist mér í enskunáminu og mörgu öðru. Skemmtilegast er hinsvegar að lesa eitthvert bókmenntaverk og gera sér sjálfur grein fyrir tilvísunum í önnur verk eða atburði í sögunni og ádeilum á fyrri kenningar. Reyndar eru slíkar vísanir alls staðar; á milli kvikmynda, bóka, tónlistar, blaðagreina, osfrv. Maður gerir sér aldrei grein fyrir þeim vísunum sem maður kveikir ekki á, enda veit maður ekki af þeim. Og veit því ekki af hverju maður missir. Þannig verður vefurinn þéttofnari eftir því sem lengra líður á námsferilinn og heildarmyndin stækkar jafnt og þétt.
Eða eins og Pétur Knútsson P.hd. segir:

...you find that instead of clearing up the inconsistencies and contradictions you are simply dealing with a finer mesh of more detailed simplification, resulting in a greater number of inconsistencies and simplifications. This process goes on for ever. It's called learning, and it always gets worse. But once you've learnt to live with it, you can never give it up.

Engin ummæli: