fimmtudagur, september 08, 2005

Ruglið

Nú er ég alveg í ruglinu. Ég var að átta mig á því að ég hef nú verið ökuréttindalaus í rúmlega ár. Ökuskírteinið mitt, sem ég fékk 2002 rann víst úr gildi í ágúst í fyrra og hef ég því ekið ólöglega í 13 mánuði. Ekki nóg með það heldur upplýsir Kári, sem er nýkominn með prófið og veit því allt um þetta, að þar sem svo langt sé liðið síðan, án þess að ég hafi farið í ökumat, þá muni ég þurfa að taka bílprófið aftur, bóklega hlutann og allt. Getur þetta virkilega verið rétt? Ef svo er þá finnst mér það fullkomlega ósanngjarnt. Kennarinn minntist sáralítið ef ekkert á þetta á sínum tíma og svo líða 2 ár og hvernig á maður að muna eftir þessu? Ekki fær maður neitt bréf sent heim með áminningu, aldrei er þetta auglýst nein staðar eða talað um þetta opinberlega. Ég hef aldrei verið stoppuð eða haft neina aðra ástæðu til að taka skírteinið upp úr veskinu og hef því ekki litið á það þessi undanfarin 3 ár. Það er sem sagt skemmst frá því að segja að ég er afar frústreruð yfir þessu kjaftæði og neita að trúa því að ég þurfi að taka þetta helvítis próf aftur með tilheyrandi kostnaði og veseni. Ef einhver hefur lent í þessari stöðu má viðkomandi endilega fullvissa mig um að þetta sé kjaftæði (plís).

Engin ummæli: