17.desember
Þá höfum við Önni verið saman í 4 ár. Þetta fer að verða árlegt bloggtilefni hjá mér þegar ég hef fátt um að tala. Ekki að ég hafi eitthvað sérstakt um þetta að segja heldur. Það er samt alltaf gaman á þessum degi að vera þakklátur og glaður og hugsa til baka. Svo gæti ég trúað að eftir 10 ára markið hætti maður að pæla í þessu á hverju ári og telji þetta frekar í tugum ára eftir það. Svona rétt eins og talningin var í mánuðum framan af.
Ég man þegar við Önni vorum búin að vera saman í tvo mánuði. Ég átti þá bágt með að trúa því að ég væri í alvörunni búin að eiga kærasta í heila tvo mánuði. Fannst það langur tími. Sem heldur áfram að lengjast. Af þessum fjórum árum höfum við nú búið saman í hálft ár og hefur það tímabil verið alveg sérstaklega hamingjuríkt af minni hálfu. Næsta hálfa árið mun slitna upp úr þeirri sambúð í bili og við munum vera í sundur, hvort í sinni heimsálfunni. Það verður erfitt, en samt gott líka. Ég hef ekki áhyggjur af því að nokkurra mánaða aðskilnaður muni stía okkur í sundur. Þessi fjögur ár gefa annað til kynna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli