Kjána Íslendingar
Nýlega var ég að skoða imdb vegna myndarinnar A Little Trip to Heaven. Ég var forvitin að sjá hvað notendur síðunnar væru að skrifa um hana. Þar hafa nokkrir Íslendingar skrifað og ég get ekki að því gert að mér finnst margt af því alveg ógurlega búralegt. Af ummælum þeirra eru þau mjög uppveðruð yfir því að þessi mynd sé íslensk og hafi verið tekin hér á landi og það mætti halda að þeim finnist sem það sé algjör tímamótaframkvæmd að láta nokkrar íslenskar byggingar líta út fyrir að þær séu eitthvað annað en þær eru. Einn segir:
The funny thing is that the Motel Isold [...] used to be a boat shelter...and the building where the insurance company was, is a big brown building in the shape like “)” where my dad used to work.
Frábært. Hverjum er ekki sama hvernig Landsbankabyggingin er í laginu? Og er það eitthvað merkilegt að bygging sé hýsir banka sé notuð sem bygging sem hýsir tryggingafélag í bíómynd? Veeery funny indeed.
Gugga 0808 segir:
I went to the world premier of this film :D [...] but sadly..Julia and everybody of the cast didn't come becaus then they had to fly on christmasday:( This film was all shot in Iceland [...] and the car accidents where so real...and the sound...and everything you just where like wow!!
Ég er samt til í að gefa þessari séns þar sem þetta er líklega einhver krakki. Svo segir annar:
I must tell you one thing, one thing that will surprise you...This movie was filmed in Iceland [...] ALL the filming was done here.
Þegar viðkomandi skrifaði þetta hafði þegar komið fram að myndin væri tekin hér og að það væri jafnvel galli þar sem landslagið væri ekki sérlega sannfærandi sem Minnesota í Bandaríkjunum. En hann gaf sér greinilega ekki tíma til að lesa það komment, því honum lá svo á að koma því á framfæri að myndin væri sko tekin á Íslandi hvorki meira né minna. Eins og það sé einstakt í kvikmyndasögunni að myndir séu teknar annars staðar en þær eiga að gerast, og að einhver hús séu sett í annað samhengi en þau tilheyra í raunveruleikanum.
Um mig
Annars er helst af mér að frétta að á morgun yfirgef ég Ísland um nokkurra mánaða skeið. Ég flýg kl. 17:00 til Boston. Þar mun ég dvelja í tæpan sólahring áður en ég held til Minneapolis. Nú þarf ég því að klára að pakka og ganga frá nokkrum lausum endum og svo er komið að kveðjustund. Undanfarna daga og vikur hefur fólk verið að spyrja mig hvort ég sé ekki komin með fiðring og spennu osfrv. Sannleikurinn er sá að mér hefur einhvern veginn ekki fundist þetta sérlega raunverulegt fram að þessu, þetta hefur alltaf virst svo fjarlægt. Þangað til í gærkvöldi þegar ég var að kveðja ömmu og afa. Þá fór ég að átta mig á alvöru málsins, og ég óskaði þess að gærdeginum myndi ekki ljúka í bili, því ég vissi að þá þyrfti ég að fara að segja “ég fer á morgun.”
En hann leið nú samt og þetta verður ekki umflúið. Ég fer á morgun og er yfir mig spennt og kvíðin til skiptis.
Ég ætla að reyna að vera dugleg að blogga þarna úti svo vinir og vandamenn geti fylgst með mínum högum. Einnig hef ég komið upp myndasíðu sem verður vonandi til gagns. Hana er að finna hér, og þar er komið upp eitt tilrauna-albúm; frá Kaupmannahöfn.
Þá segi ég bara bless í bili og ég hlakka til að sjá ykkur öll í sumar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli