sunnudagur, febrúar 26, 2006

Áfall

Í gær fékk ég útskýringu á því hvers vegna kreditkortareikningurinn minn er svona mikið hærri en ég átti von á. Ég borga símreikninginn minn alltaf í gegnum boðgreiðslur á kreditkortinu. Hann er yfirleitt á bilinu 1500-2500kr. Í þetta skiptið vissi ég auðvitað að hann yrði hærri, þar sem ég notaði gemsann héðan fyrstu vikuna mína, áður en ég komst á netið. Ég var reyndar pirruð á því hversu seint ég fékk aðgang að netinu hér á campus, því það þýddi að skæpið nýttist mér ekki framan af, en síðan það komst í gagnið hef ég alveg lagt gemsanum.
Það breytir því þó ekki að símreikningurinn fór upp í 29.000 kr. Ég átti aldrei von á að hann yrði svo hár og ég er svo svekkt að ég gæti grenjað. Símreikningurinn er mér dýrari en nýja myndavélin sem ég keypti. Ég gæti flogið héðan til New York og til baka fyrir svipað verð og ég þarf að greiða fyrir þessi símtöl. Djöfull er þetta glatað.

Engin ummæli: