Blikur á lofti
Útlit er fyrir að ég komist hugsanlega í Arizona-ferðina eftir allt saman. Stelpan sem er yfir ferðafélaginu sendi mér ímeil á föstudaginn þar sem sagði að það væri mögulega laust pláss fyrir mig. Svo bætti hún við, "en fyrst vil ég spyrja þig, ertu með ökuskírteini og ertu tilbúin að taka próf til að keyra 15 manna rútu, því okkur vantar annan bílstjóra?" Ég veit ekki hvort hún á við að ég megi bara koma með ef ég get keyrt, annars ekki. Það þykir mér ósanngjarnt skilyrði og líka svolítið dónalegt að slengja þessu svona fram. Svo nú bíð ég spennt eftir svari frá henni, en hún virðist yfirleitt taka sér 2 daga til að svara ímeilum. Ég læt hana fara voðalega í taugarnar á mér en eflaust er hún vænsta skinn.
Ég vona innilega að ég komist með í þessa ferð, því ég verð sífellt hrifnari af þessari hugmynd, að fara í útilegu í Grand Canyon. Ekki þekki ég neinn sem hefur gert það.
Annars er klukkan 3:30 um nótt hérna og ég ætti að drulla mér í bælið, sérstaklega þar sem ég er enn vansvefta eftir síðustu nótt. Nóg að gera.
Nýjar myndir, frá síðustu viku, eru komnar á myndasíðuna. Meira síðar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli