föstudagur, mars 10, 2006

Ég er haldin fíkn

Ég er háð því að skoða myndirnar á tölvunni minni, aftur og aftur og aftur. Núna er ég á bókasafninu, ætlunin var að taka skorpu í náminu. Síðasta vikan fyrir vorhlé er framundan og allt vitlaust að gera í skólanum, endalaus verkefni og próf, svo ég hef áhyggjur af því að ég þurfi jafnvel að læra þessa helgina enda er ég á eftir áætlun. Mér tókst að læra í u.þ.b 40 mínútur áður en ég var byrjuð að skoða myndir að heiman af fjölskyldunni minni. Ég er bara svo stolt af þeim.
Um daginn hlóð ég inn nokkrum myndum að heim
an eins og ég hef áður sagt, en ég fékk hinsvegar ekki bara viðbrögð við íslenskri náttúru, heldur líka við fjölskyldunni minni. Í fyrsta lagi finnst stelpunum Kári auðvitað vera svo sætur, en það er nú ekkert nýtt, ég hef alltaf þurft að slá vinkonur mínar af Kára eins og mý af mykjuskán. Nei ég segi nú svona.

Í gær sagði Hil-May mér að henni þætti foreldrar mínir og systkini vera svo fallegt fólk. Þetta eru náttúrulega engar fréttir fyrir mér heldur, en það er alltaf gaman að vera minntur á það sem maður veit. Og ekki nóg með að foreldrar mínir og systkini séu með eindæmum myndarleg, heldur eru þau líka öll svo heilbrigð, skemmtileg og klár. Og mér þykir vænt um þau. Það er dýrmætt að eiga fjölskyldu sem er líka svona nánir vinir.
Lallala, fjarveran að segja til sín segiði ha neinei. Pabbi og mamma, Kári, Brynhildur og Sturla, æ lov jú gæs.



Þessu til viðbótar vil ég svo ítreka hve mikið ég held upp á lagið Geislinn í vatninu með Hjálmum.

Engin ummæli: