Súpandi seyðið
Jæja nú á að taka alnáttung á þetta helvíti. Þarf að skila tveimur verkefnum á morgun, er rúmlega hálfnuð með annað og ekki byrjuð á hinu. Er samt búin að afla mér allra heimilda sem ég þarf og á bara eftir að vinna úr þeim. Þetta ætti að hafast. Ég er líka með poka af Cheetos mér til halds og trausts. Cheetos er ógeðslega grísí, krönsjí, amerískt ostasnakk sem ég elska. Ég er samt að passa mig að borða ekki of mikið af því til að bæta ekki á mig "the first-year fifteen" sem allir tala um hérna. Það er víst óumflýjanlegt að fitna af mataræðinu á campus, segja kunnugir. Vonandi slepp ég við það, enda er ég frekar melló í mínum neysluvenjum hérna. Hingað til hef ég staðið í stað held ég.
Ég þarf að passa mig á fráblæstrinum í enskunni. Þegar ég sagðist þurfa að festa kaup á baðsloppi þá héldu innfæddir að mig sárvantaði að kaupa reipi. Vandasamt.
Svo setti ég nýjar myndir á myndasíðuna fyrir nokkrum dögum.
Jæja ætli sé ekki best að halda áfram með þetta helvíti. Ef bara ég hefði minnsta vott af sjálfsaga, þá væri ég líklega löngu búin með þessi verkefni núna. Í stað þess þarf ég að taka afleiðingum kæruleysisins. En hvað er ein nótt á milli vina. Eftir 5 daga er vorhlé og þá verður skólinn víðsfjarri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli