Hejsan, hopsan, fallerallera!
Yfir kvöldmatnum í gær komu tveir strákar að borðinu okkar, annar þeirra kunningi Hil-May að nafni Simba. Sá spurði Hil-May hvar stelpan frá Íslandi væri og hún benti á mig. Þá var sem sagt félagi hans þarna með honum sænskur, grad-student hérna við Hamline og langaði til að hitta mig af því ég er íslensk. Mér fannst gaman að hitta hann líka, hann er fyrsti Skandinavinn sem ég hitti hérna og hann vildi líka vita hvort fleiri skiptinemar væru komnir frá Norðurlöndunum. Við spjölluðum góða stund.
Þegar út var komið snéru Hil-May og Elise sér að mér hneykslaðar og lýstu þeirri skoðun sinni að þeim þætti furðulegt að þessi Svíi skyldi láta svona; "Hey ertu frá Íslandi? Ég er frá Svíþjóð, verum vinir!" og gera ráð fyrir að það væri einhver sérstök tenging okkar á milli. Þær spurðu mig hvort mér hefði ekki fundist þetta fáránlegt og skrýtið.
En mér fannst það alls ekki, heldur þvert á móti mjög sjálfsagt og eðlilegt. Ég hef hugsað um það áður að mér hefði þótt gaman ef hér væru nemar frá Norðurlöndunum, sérstaklega hefði ég viljað kynnast Dana, svo ég gæti nú æft mig aðeins í dönskunni. Ég útskýrði fyrir stelpunum að tengingin á milli Norðurlandaþjóðanna væri mjög sterk og að við fyndum til samkenndar, sem útskýrði þessi vinahót okkar. Ahh hver elskar ekki pan-skandinavisma?
Svo er rétt að geta þess að hér hefur verið 25° hiti undanfarna 3 daga. Það er ljúfa lífið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli