mánudagur, apríl 24, 2006

Námið

Í síðustu viku hélt ég fyrirlestur í Sex and Sexuality kúrsinum sem ég er að taka. Yfirskriftin var "Pornography: Not for Men Only" og nú er einkunnin komin í hús; A með 14,5 stig af 15 mögulegum og umsögnin:

"Excellent work Una. You were well organized and prepared. Your presentation of the Valverdo article was very good. You provided a clear overview and then got the class engaged in thinking through the differences between pornography and erotica. I was especially glad to see you critique the article and bring in your own opinion, as well as a bit of sociolinguistics (e.g. in analyzing the corruption of language). Your use of PowerPoint was very effective as were your discussion questions, which were particularly insightful and engaging. Your search engine research was terrific, as was your inclusion of feminist pornographers, such as Candida Royale. Beautiful work overall!"

Jesssss ég rúla þennan skít. Mér hefur almennt fundist fólkið í þessum kúrs vera frekar lélegt í að flytja fyrirlestra. Þau velja leiðinlega nálgun á viðfangsefnið og fara of ítarlega í bókina án þess að færa fram neinar nýjar upplýsingar, umræðuspurningarnar eru óáhugaverðar og auk þess flutningurinn sjálfur ekki til þess fallinn að halda athygli manns. Sem dæmi má nefna að rúmlega hálfur bekkurinn hafði flutt sinn fyrirlestur þegar kom að mér, en ég var samt sú fyrsta til að notast við PowerPoint. Ég hugsaði mér því auðvitað frá upphafi að gera miklu betur en hinir, en svo þegar nær dró þá tímdi ég nú ekki að eyða of miklum tíma í þetta frá félagslífinu. Samt sem áður var ég ánægð með afraksturinn.

Nú er lokaspretturinn hérna að nálgast. Næstu 2 vikur eru action-packed námslega séð, sérstaklega þar sem ég hef takmarkað lærdóminn algjörlega við það nauðsynlegasta; að skila verkefnum á tilskyldum tíma og ekkert umfram það. Eflaust verður þetta því eitthvað basl hjá mér en mér er svona nett sama, hingað til hef ég verið með fínar einkunnir svo eitthvað mikið þarf til að ég falli held ég. Og tæknilega séð þarf ég ekki meira en það, því einkunnirnar sjálfar koma ekki inn í meðaltalið mitt við HÍ, heldur kemur aðeins fram staðið/fallið. Auðvitað er samt alltaf skemmtilegra að standa sig vel...en það er samt skemmtilegast að nýta þennan stutta tíma sem ég hef hérna í allt annað en lærdóm.

Beygingarmynd dagsins: Fuðruðuð

Engin ummæli: