fimmtudagur, maí 04, 2006

Star-struck

Í kvöld var frumsýning í St.Paul á kvikmyndinni A Prairy Home Companion, en hún var að stórum hluta tekin hér. Sýningin sjálf var náttúrulega lokuð almenningi, en aðstandendur myndarinnar, þar á meðal nokkrar aðalstjörnurnar, riðu á hestvögnum í gegnum miðbæinn að rauða dreglinum áður en sýningin byrjaði og við Elise, Jennifer og Pablo ákváðum að kíkja niður í bæ til að sjá.
Þetta var heilmikill hasar og gaman að verða vitni að alvöru Hollywood-dæmi svona einu sinni.
Við náðum líka nokkrum ágætismyndum af fræga fólkinu; Lindsay Lohan var þarna, Kevin Kline, Lily Tomlin (hana hef ég aðallega séð í sjónvarpsþáttum; Fraiser, Will&Grace og The West Wing) og John C. Reilly (Chicago, The Aviator, Gangs of New York ofl). Skemmtilegast fannst mér þó að sjá Meryl Streep, hún var mjög glæsileg og flott að vanda, og deildi út rósum til fólks í vegkantinum. Kevin Kline er orðinn mjög gráhærður, en hann var meiri sjarmör en mig minnti að hann væri, myndarlegur maður.

Þegar djúsí stöffinu var lokið á rauða dreglinum fórum við á Mickey's Diner , klassíska hamborgarabúllu, þar sem myndin var m.a. tekin upp. Þetta er svona svipaður staður eins og litli veitingavagninn þar sem E.R. fólkið borðar alltaf í sjónvarpsþáttunum. Þar fékk ég mér tvöfaldan ostborgara og hvorki meira né minna en kláraði hann, sem er persónulegt afrek. Enda var Önni ekki á staðnum til að aðstoða mig, svo ég neyddist til bretta upp ermar.
En þetta kvöld var sem sagt skemmtilega all-American.

Restin af myndunum kemur seinna, en á myndasíðunni eru samt nýjar myndir frá aprílmánuði.

Engin ummæli: