Gætum tungunnar
Ég man ekki eftir að hafa séð þennan litla dálk í Morgunblaðinu áður en ég fór út, en hann dúkkar alltaf öðru hverju upp núna og mér finnst hann ógeðslega fyndinn. Þriðjudaginn 20.júní segir þar:
Gætum tungunnar
Sagt var: Biðjum fyrir hvert öðru og leysum vanda hvers annars.
RÉTT VÆRI: Biðjum hvert fyrir öðru og leysum hvert annars vanda.
Þetta er gott og gilt og mér finnst ágætt að láta minna mig á svona lagað. En ég get ekki að því gert að þegar ég les þennan dálk þá hljómar hann í höfðinu á mér með ískrandi besserwissera rödd sem kitlar í mér flisstaugarnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli