fimmtudagur, október 19, 2006

Ég...

...hef komist að því að þegar ég teygi á innanlærisvöðvunum (með því að sitja með iljarnar saman og ýta hnjánum í gólfið...þið vitið) þá fæ ég köfnunartilfinningu í hálsinn. Sérstaklega ef ég er með harðsperrur í vöðvunum fyrir og reyni að halda teygjunni lengi. Kannski eitthvað svipað dæmi í gangi og með bóluna hans Konráðs.

Svo er húðin á mér líka byrjuð að bregðast við auknum kulda með árlegum þurrki. Sérstaklega verða hendurnar á mér þurrar þegar frystir. Öndunarfærin fá líka að finna fyrir hinu lága rakastigi. Þegar ég vakna á morgnana líður mér stundum eins og ég hafi sofið með hárblásara uppi í mér. Þegar ég kom til Minnesota upplifði ég samt þetta þurra andrúmsloft í öðru veldi, sem ég bjóst ekki við. Andrúmsloftið þar yfir háveturinn hafði mjög slæm áhrif á húðina á mér. Ég hef aldrei áður verið jafn þurr, og húðin var svo viðkvæm að mig sveið og ég roðnaði undan saumunum á fötunum mínum. Þar hafði kuldinn líka eitthvað að segja. Svo þegar hlýna tekur með vorinu verður ég aftur mjúk eins og barnsrass.

Nú, ég gæti bloggað um ýmsa aðra líkamsstarfsemi mína, en ætli ég láta þetta ekki duga í bili.

Engin ummæli: