Hvalurinn
Mér finnst svolítið skrýtið þegar það er notað sem rök gegn hvalveiðum að aðeins 1,5% Íslendinga hafi borðað hvalkjöt reglulega á undanförnum X árum. Nú hefur ekki verið jafnmikið framboð af hval eins og af öðru kjöti, og jafnvel þótt það sé stundum til þá hefur það ekkert verið markaðsett og er aldrei nokkurn tíma auglýst.
Um daginn keypti Önni hrefnukjöt vegna þess að hann sá það fyrir tilviljun á tilboði. Okkur fannst það mjög gott, snöggsteikt með piparsósu og ofnbökuðum kartöflum.
Ég tel ekki útilokað að ef gert væri skurk í markaðsmálum hvalkjöts gæti eftirspurnin orðið meiri. Ég man líka að þegar ég vann í kjötborði Nóatúns fengum við mjög góð viðbrögð við hrefnukjöti þegar boðið var upp á það.
Ef langreyðurin er hinsvegar á góðu róli mega þeir svo sem veiða hana mín vegna, og ef það reynist ekki arðbært þá fara þeir væntanlega bara á hausinn og þá er vandamálið úr sögunni. Ekki nema borgað sé með þessum veiðum?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli