To Whom it May Concern:
Ég setti inn myndaalbúm frá síðasta sumri. Þar má m.a. finna myndir frá Laugarvatnsferð, afmæli Ásdísar í Heiðmörk, afmæli Önnu, Sigurrósartónleikum á Miklatúni og í Ásbyrgi og Mývatnsútilegu.
Eitt skemmtilegasta kvöld sumarsins var þó ekki fest á filmu, þar sem engin myndavél var með í för. Þetta var miðvikudagskvöld í júní þegar við fórum nokkur út í leiki í Hljómskálagarðinum. Þar fórum við í n.k. Advanced Eina krónu sem var æsifengin, en leikurinn fór þannig fram að í stað þess að hlaupa að nærliggjandi staur þurfti að komast upp á topp á pýramída-klifurgrindinni í Hljómskálagarðinum, og æpa þaðan "Ein króna fyrir mér einn tveir og þrír!" Mér hefur alltaf þótt Ein króna skemmtilegur leikur en hann hefur aldrei áður verið jafnspennandi og þetta kvöld, þegar ég hljóp út úr runna og kepptist við að vera á undan Snæbirni upp klifurgrindina, með dúndrandi adrenalínhjartslátt. Ekki spillti svo fyrir hversu fallegt kvöldið var, logn og heiðskýrt og regnbogi í gosbrunninum í Tjörninni. Og svo fengum við okkur miðnætur-ís.
Svona var sumarið 2006.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli