Ostapopp
Eins og margir vita hefur Stjörnu-Ostapopp verið dópið mitt síðan ég uppgötvaði það, fyrir tæpum 2 árum síðan. Vegna áhrifa frá almenningsáliti var ég alltaf haldin þeim misskilningi að ostapopp væri ógeðslegt, en þá var eg villur vega og auðigur þóttumst þegar ég loksins smakkaði það. (Úðaþurrkaði Cheddar osturinn maður!)
Stundum sekk ég mér í óhóflegt ostapoppsát, eins og t.d. þegar ég tók LOST maraþon í fyrrasumar. Nú hef ég hinsvegar ekki leyft mér þennan munað í örugglega 3 mánuði þar sem ég er í n.k. aðhaldi. En brátt verður breyting þar á, eftir að ég rakst á þessa grein. Gert var mat á hollustu Stjörnupopps og niðurstöðu segja m.a. að Stjörnupopp sé
"trefjaríkt, enginn sykur er í því, engar transfitusýrur og það inniheldur ívið minni fitu og orku en sambærilegar vörur."
Ekki nóg með það heldur get ég aukið trefjaneyslu um 5-7 g. að meðaltali á dag með því að borða Stjörnupopp 3x-4x í viku. Þetta var það sem ég þurfti að heyra, ostapopp, hér kem ég.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli