mánudagur, febrúar 26, 2007

Best of the Beatles

Ég verð nú að segja það að mér finnst Pete Best hafa verið langsætasti Bítillinn á þeirra yngri árum. Auðvitað höfðu þeir allir sinn sjarma og ég efast ekki um að þeir hafi verið heillandi á sviði, í leðurjökkunum sínum og kúrekastígvélunum. Hinsvegar voru þeir allir svolítið lúðalegir; Paul með sínar bollukinnar, George kinnfiskasoginn með skakkar tennur, John langleitur og svo hinn breiðnefjaði Ringo sem kom síðastur inn, ekki sá fríðasti. Pete Best komst næstur þessu James Dean elementi og var mun sætari en hinir. Það kemur mér því ekki á óvart að hann hafi notið mestrar kvenhylli áður en hann var rekinn, enda algjört hunkadoodle. Mikið hlýtur þetta annars að hafa verið sárt fyrir strákgreyið, að vera sparkað úr Bítlunum rétt áður en þeir urðu frægasta hljómsveit allra tíma.

Engin ummæli: