föstudagur, febrúar 02, 2007

Moggablogg

Mér er farið að leiðast fítusinn þar sem bloggarar setja link á sjálfa sig við fréttir á mbl.is. Í grunnin er þetta ekki slæm hugmynd enda getur verið áhugavert að heyra ólíkar skoðanir lesenda. Sumir hinsvegar misnota þennan möguleika algjörlega til að trana sjálfum sér fram. Þegar maður fer inn á síður þeirra bloggara og skrollar niður sést að þetta er eitthvað sem þeir stunda grimmt; hver einasta færsla hjá þeim er tengd frétt á mbl þótt þeir hafi ekkert fram að færa. Mér finnst eins og Mbl styrki þetta fólk í að troða skoðunum sínum upp á mig, með því að leyfa þeim að auglýsa síðuna sína við hlið fréttanna undir formerkjunum “Jón Jónsson, vitleysingur úti í bæ, hefur þetta um málið að segja.” Þannig verða þessir rað-frétta-bloggarar að einhverjum sjálfskipuðum fréttaskýrendum sem tengja sjálfa sig við fjöllesnustu vefsíðu landsins og egóið þeirra hrópar “Sjáðu mig! Sjáðu mig!” á meðan þeir rúnka sér yfir teljaranum sínum.

Þetta fólk tekur bloggin sín mjög alvarlega og virðist vera þeirrar skoðunar að blogg eigi að vera n.k. pólitískur refsivöndur. Sjálf er ég hrifnari af bloggum í afslappaðri stíl, sem veita skemmtilega sýn á hversdagslega hluti, segja gamansögur eða skrýtnar pælingar, í bland við pólitíkina.

Beygingarmynd dagsins: afslappaðastrar

Engin ummæli: