Riðar til falls
Það er náttúrulega ekki hægt að setja mann í próf mánudaginn eftir kosningahelgi, og það þetta spennandi kosningar. Ég ætlaði að vera löngu farin að sofa en ílengtist frameftir öllu yfir kosningavökunni. Þumallinn fer upp og niður á víxl svo það er ómögulegt að slíta sig frá skjánum. Ég var í þann mund að fara að slökkva og hátta mig þegar nýjar tölur bárust og breyttu stöðunni aftur. Óhjákvæmilega kemur þetta niður á lestri á morgun. Versti próftími ever. Samt sem áður held ég að ríkisstjórnin taki fallið fyrir mig. Og nú fer ég að sofa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli