fimmtudagur, júní 28, 2007

Helvítis

Nú leggst ég í þunglyndi. Flug til og frá Amsterdam hefur hækkað úr rúmum 40þús í tæp 70þús síðan ég tékkaði síðast. Getur verið að það sé svona ógeðslega viðbjóðsdýrt að fljúga til Hollands? Kommon, þetta er jafndýrt og pakkaferð með hóteli á sólarströnd, hvað er í gangi? Auk þess get ég ekki farið frá mið-mán heldur verð að fara fim-sun og styttist þá ferðin mjög. Helvítis Icelandair drasl. Vill einhver vinsamlegast segja mér að þetta sé ekki svona.

Viðbót: Ég fór niður á Hótel Loftleiðir og þjarmaði að liðinu. Bókaði miða til Amsterdam á aðfaranótt miðvikudags 8.ágúst með stoppi í Osló á 48þús. Beint flug heim á miðnætti á sunnudag 13.ágúst svo ég fæ 5 heila daga. Það sleppur, en þetta er helvíti dýrt samt. Stundum bölvar maður því að búa á eyju.

Engin ummæli: