föstudagur, júlí 06, 2007

Not meant to be

Ég ætlaði að leigja mér DVD í kvöld. Fór í Krambúðina og tók mér nokkrar mínútur í að velja myndina Scoop. Nema hvað þegar ég ætlaði að borga var ég með 1.500 kr skuld fyrir mynd sem ég á að hafa verið með á leigu í 5 daga. Þá mynd tók ég hinsvegar aldrei og hef ekki séð, en ég tel víst að ástæðan sé sú að eitt sinn þegar ég ætlaði að taka hana fannst diskurinn hvergi svo ég þurfti að hætta við, en þá hefur samt líklegast verið búið að slá hana inn á mínu nafni. Í Krambúðinni voru tveir krakkar að afgreiða sem höfðu enga heimild til að taka mig trúanlega og bentu mér á að tala við yfirmanninn, sem verður við á milli 8-17 á mánudag. Þau máttu heldur ekki leigja mér myndina, nema ég greiddi skuldina. Stuð. Svo ég gekk niður í Bónus vídeo á Grundarstíg og fann sömu mynd þar. Gekk svo heim, fór í náttbuxur og undir sæng uppi í sófa. Þá kom í ljós að helvítis diskurinn var ekki í hulstrinu. Um það er ekki margt að segja annað en að það var sérlega pirrandi. Í staðinn horfði ég á Bachelor: Rome. Held að þetta sé skársti gaurinn af þeim hingað til, þeir hafa allir verið svo miklir þursar.

Já það er stuð á kellingunni.

Engin ummæli: