sunnudagur, september 30, 2007

Dagurinn í dag

Ég vaknaði klukkan sjö. Eftir sturtu borðaði ég í morgunmat beikon og egg, volgar brauðbollur með osti og nýkreistan appelsínusafa. Þá tóku við tvær klukkustundir í spa og slökun. Gekk svo niður að sjó og fann sólina sleikja á mér húðina, sem var sólbökuð fyrir og örlítið rauð frá gærdeginum. Dýfði tánum aðeins í Adríahafið. Á meðan ég borðaði grillaðan smokkfisk í hádegismat fann ég hvernig allsherjar vellíðunartilfinningin var stöðug í öllum kroppnum. En þegar ég tók síðasta sopann af ískalda Ožujsko bjórnum klukkan 12:25 vissi ég að þar með var sælan úti. Og nú 11 klukkustundum síðar er ég komin heim. Fyrsta verk var að fá sér íslenskt vatn, hlaupa út í Krambúð að kaupa 1944 og kíkja á ímeilið í fyrsta skipti í viku. Svo er það bara hversdagurinn.

Engin ummæli: