Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu.
þriðjudagur, október 09, 2007
Alltaf á varðbergi
Árla morguns. Önundur liggur steinsofandi, að því er virðist, með þungum andardrætti. Undirrituð prumpar hljóðlega og þýtt þar sem hún liggur við hlið hans í rúminu.
Önundur: (hrekkur við og rís upp við dogg) “HVAÐA HLJÓÐ VAR ÞETTA?!!” Undirrituð: “Ömmm, ég var bara að prumpa” Önundur: “Í alvöru?” Undirrituð: “Jaaaá” Önundur: (sígur aftur niður í rúmið) “Ég hélt þetta væri dvergur að labba í inniskóm. Þá hefði ég lamið hann.” (Sofnar værum svefni)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli