Úrelt klassík
ringum endurútgáfuna á Negrastrákunum. Einhverjir hafa bent á að þessi bók eigi ekki sérstaklega vel við í dag, en þá stökkva aðrir til, fordæmandi pólitíska rétthugsun og upphefja bókina sem sígildan menningararf. Merking orðsins “sígildur” segir sig sjálf, ef maður nennir að pæla í orðstofnum. Það er eitthvað sem hefur varanlegt gildi, sem fyrnist ekki heldur á við á öllum tímum. Negrastrákarnir er þess vegna ekki sígild bók, jafnvel þótt teikningarnar séu eftir Mugg, hún er bara gömul. Samfélagsþróunin hefur numið söguna úr gildi.
dýrslegir og of heimskir til þess að sjá um sig sjálfir. Úr þessum jarðvegi sprettur sagan um litlu negrastrákana sem drápust einn af öðrum vegna fávisku. (Upprunalegi titillinn er "Ten Little Niggers", en sambærileg vísa er líka til um litla, heimska indíána) og var þetta sungið fyrir litlu, hvítu börnin.
Miðaldra Íslendingar þykjast nú ekki skilja hvers vegna þarf að taka þessu af svona mikilli viðkvæmni, hvers vegna svertingjar geti ekki haft húmor fyrir sér eins og aðrir. Í Negrastrákunum er hinsvegar ekki hlegið með svörtu fólki, það er hlegið að því og grínið byggt á langri sögu kúgunar og ofbeldis. “Sígildri arfleifð” sem svart fólk er enn að berjast við í dag.
Mér þótti það ágætis punktur hjá einhverjum, að samræður milli hvítra Íslendinga um kynþáttafordóma verði álíka yfirborðskenndar eins og samræður karla um fæðingar. Þá skortir reynsluheiminn til að skilja hvað þessi texti felur í sér. Ég get tekið undir með öllu þessu fólki og sagt eins og er að ég las þessa bók þegar ég var lítil en tel mig ekki hafa orðið að rasista fyrir vikið. Hinsvegar skiptir það engu máli þótt bækurnar hafi ekki áhrif á mig, það sem skiptir máli er að nú eru á Íslandi fullt af svörtu fólki, fullorðnum og börnum, sem finnst bækurnar særandi og niðurlægjandi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli