öld síðan Dexter og Boston Legal hættu í vor. Ég er ekki frá því að Glæpurinn skáki þeim báðum, enda skilur hver þáttur við mig æsispennta eftir þeim næsta. Karakterlagerinn er líka góður; aðallögreglukonan er mikill töffari, en þó finnst mér Ann Elenora Jørgensen sem leikur mömmuna sýna bestu tilþrifin, sorgin í augunum á henni nístir mig alveg inn að hjarta svo mér finnst nánast óþægilegt að horfa á hana.
Fyrst hélt ég að þetta ætti ekki að vera nema nema í nokkrum hlutum, en í raun er þetta 20 þátta sería og þegar búið að framleiða þá næstu. Ekki veit ég hvernig þeir ætla að halda áfram með fléttuna svo lengi, en bíð spennt eftir að sjá meira. Áfram Danir.
Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu.
miðvikudagur, nóvember 21, 2007
Forbrydelsen...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli