föstudagur, nóvember 23, 2007

Pabbi og Hekla

Pabbi minn er alinn upp á Hellu í Rangárvallasýslu og ber sterkar taugar þangað austur eftir, ekki síst til fjallasýnarinnar sem hann segir hvergi fegurri. (Reyndar held ég að Íslendingar í öllum sveitum haldi þessu fram, jafnvel Reykvíkingar um Esjuna sína). Pabbi er líka mjög ástríðufullur maður og þegar hann segir manni frá því sem á hug hans allan hverju sinni er erfitt annað en að hrífast með, svo ákafur verður hann. Þannig var það þegar ég var lítil og hann lýsti fyrir mér hversu gagntekinn hann var yfir fyrsta Heklugosinu sem hann upplifði, og hefur mig alltaf síðan langað til að verða vitni að slíkum umhleypingum. Einhvern tíma var ég svo að tala við pabba á msn og spurði hann út í þetta, samtalið var ég að finna við hreinsun í tölvunni minni:


Una says:
hvaða ár varð heklugosið sem þú mannsst svo vel eftir?

Sighvatur Lárusson RE/MAX says:

fyrsta heklugos sem ég man eftir var skjólkvíagosið 71 en það gos sem var flottast og skemmtilegast var 80 - það byrjaði kl. 14.00 á sunnudegi í endaðan á júní

Sighvatur Lárusson RE/MAX says:

þá var fjórðungsmót hestamanna á Hellu með 6.000 manns, svifflugumót á flugvellinum á Hellu með 500 manns og það var golfmót á Strandavelli við Hellu með 2-300 manns og veðrið var nánast heiðskýr himin

Sighvatur Lárusson RE/MAX says:

það var um 12 km hár reykbólstur

Una says:

Sighvatur Lárusson RE/MAX says:

Þetta var sannkallað túristagos

Una says:

haha já

Una says:

hefur eflaust verið eftirminnileg Íslandsför fyrir túristana

Sighvatur Lárusson RE/MAX says:

síðan var annað alveg gjeggjað 1990 - þá fórum við austur um kvöld , það var um vetur og .........................mamma mía

Sighvatur Lárusson RE/MAX says:

þá var líka heiðskýrt - það var myrkur - það var 10-12km. reyksúla og sveppur ofaná henni - reykurinn frá gosinu var upplýstur að neðanverðu og upp alla súluna og síðan dönsuðu norðurjósin yfir öllu draslinu á heiðskýrum stjörnubjörtum himni - það er gjeggjaðasta sýn sem ég hef séð á minni æfi - fyrir utan þá stund þegar þú komst í heiminn ástin mín

Una says:

Una says:

þetta er magnað

Una says:

mig langar til að upplifa svona

Sighvatur Lárusson RE/MAX says:

þú átt örugglega eftir að gera það - hekla á eftir að gjósa og þá gildir einfaldlega að fara strax austur una - ekki seinna í dag eða á morgun - alltaf að fara strax vegna þess að gosin eru alltaf best fyrst - eftir nokkra klukkutíma þá slaknar yfirleitt á spennunni og gosið jafnast meira út

Sighvatur Lárusson RE/MAX says:

fara alltaf strax


Einhvern tíma mun ég sjá Heklugos, það er alveg á hreinu, og nú hefur mér verið gert auðveldara fyrir eftir að mamma og pabbi byrjuðu að búa sér framtíðarheimili í Hvammi í Holtum. Þaðan blasir Hekla við beint út um eldhúsgluggann. Varla fyrir tilviljun.

Engin ummæli: