föstudagur, nóvember 16, 2007

Það er efinn

Ég er svolítið tvístígandi yfir skólanum núna. Get ekki gert upp hug minn. Á mánudaginn þarf ég að taka ákvörðun um hvort ég ætla að segja mig úr námskeiði eða ekki og ég veit ekki hvað ég vil.
Raunar þarf ég ekki að klára þetta námskeið. Ég er þegar búin með 88 einingar til BA prófs og þarf því bara að skila ritgerðinni til þess að klára. Þrátt fyrir það ákvað ég að skrá mig í þetta 5 eininga námskeið um Shakespeare. Í fyrsta lagi vegna þess að mér fannst það áhugavert og einn af uppáhalds kennurunum mínum kennir það. Í öðru lagi vegna þess að mér fannst varla hægt að útskrifast með BA próf í ensku án þess að taka fyrir helstu kanónu enskra bókmennta, og kúrs um Shakespeare hafði ekki boðist mér fyrr en nú. Í þriðja lagi langaði mig til að hækka meðaleinkunnina mína. Sem stendur er ég með 8,45 í meðaleinkunn, en með því að fá háa einkunn í þessum 5 eininga kúrs gæti ég skipt út læg
stu einkunnunum mínum, tveimur 6,5 í 2,5 eininga kúrsum, og hækkað meðaltalið upp fyrir 8,5.

Ákvörðunin þótt mér því afar góð á sínum tíma. Nú er hinsvegar svo komið að til þess að markmiðið um háa einkunn úr kúrsinum gangi eftir þarf ég að gefa mér verulegan tíma í lesturinn fram að jólaprófi (sem er 21.des) þar sem ég hef nánast alfarið vanrækt lestur í þessu námskeiði það sem af er misseri (vegna þess að ég er hálfviti.) Geri ég það mun það óhjákvæmilega bitna á lokaritgerðinni, sem stefnt var á að skila um áramót og ég tel mig þegar vera komna í mikla tímaþröng með.
Mig langar samt til að klára þetta Shakespeare náms
keið, það hefur verið mjög skemmtilegt og veit að prófið verður ekki mikið mál ef ég gef mér tíma til að fara yfir efnið. Hinsvegar finnst að ýmsu leyti skynsamlegra að hætta við það, enda eru þetta aukaeiningar sem ég þarf ekki að taka. Ég veit ekki hvað ég á að gera, en ég verð að ákveða það fyrir mánudag. Líðan minni verður best lýst með þessu broti úr Gretti (með þökk til Elínar Lóu):

Engin ummæli: