þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Hvefsin

Mér tókst að næla mér í einhverja glataða kvefpest. Í gærkvöldi átti ég erfitt með að sofna því nefið á mér var svo stíflað að ég neyddist til að anda með munninum. Hver andar með munninum? Það er mér mjög óeðlilegt að anda með munninnum nema ég sé hlaupandi móð. Fáránlegt. Ég sakna þess að hafa nef sem virkar.

Vegna stíflunnar á ég líka frekar bágt með að kúra eða dorma í rúminu. Ef ég á annað borð vakna, þá er eins gott að byrja bara daginn, jafnvel þótt það sé klukkan 6:20 eins og í gærmorgun. Þegar mér fannst kominn tími á að Önni kæmi sér á fætur líka núna í morgun ýtti ég við honum og spurði hvort hann vildi nú ekki fara að vakna. "Ég er mjög oft búinn að vakna" svaraði hann og dró sængina upp að höku. Þar með var það afgreitt.

Engin ummæli: