laugardagur, desember 01, 2007

Uppiskroppa með afsakanir

Eins og einhverjir vita er ég að druslast við að skrifa BA ritgerðina mína þessa dagana. Það er náttúrulega alþekkt að alltaf er til ákveðinn hópur fólks sem miklar þetta smáverkefni fyrir sér og dragnast með það of lengi á bakinu í einhverju bölvuðu framkvæmdaleysi. Að sjálfsögðu ætlaði ég mér ekki að slást í þennan hóp, but alas, það gerðist nú samt. A.m.k. hef ég dregið það mjög lengi þetta misserið að setjast niður við skriftir, þótt ég hafi nú svo sem verið sæmilega dugleg að lesa og viða að mér heimildum. Ég hef hinsvegar komið mér í þá stöðu að geta eiginlega ekki barmað mér yfir því að þjást af hinni alræmdu ritstíflu sem svo margir stúdentar leita til sem afsökunar. Ég er nefnilega að skrifa um trúleysingjann Philip Pullman, sem hvorki trúir á guð, né ritstíflur:

"I don't believe in [writer's block]. All writing is difficult. The most you can hope for is a day when it goes reasonably easily. Plumbers don't get plumber's block, and doctors don't get doctor's block; why should writers be the only profession that gives a special name to the difficulty of working, and then expects sympathy for it?"
-Philip Pullman

Engin ummæli: