Það er alveg magnað að upplifa það í fyrsta skipti eiginlega á ævinni að taka verkjatöflur sem raunverulega virka. Ég vaknaði í morgun með þennan týpíska mígreniverk; dúndrandi hausverk í kringum augað sem magnaðist við hverja hreyfingu og meðfylgjandi flökurleika sem gerði það að verkum að ég gat ekki borðað nema 2 skeiðar af hafragrautnum sem Önni var svo vænn að elda fyrir mig áður en ég þurfti að kasta upp. Ákvað að tilkynna mig veika í vinnuna þar sem ég var ekki upp á mitt besta og langaði helst að liggja bara fyrir í myrkrinu.
Sem betur fer virðist í mínu tilfelli sem sífellt lengra líði á milli mígrenikasta með aldrinum og því hefur

Með Excedríninu upplifi ég hinsvegar mikla töfra, því ég finn greinilega hvernig það slær á verkinn, sem er alveg merkileg tilfinning. Til þess að ná fram sem bestri virkni er samt eiginlega nauðsynlegt að leggjast fyrir og helst með kaldan bakstur. Það gerði ég áðan, skellti í mig tveimur töflum, lagði mig í klukkutíma og vaknaði heil heilsu. Örlítið dofin að vísu, en allavega verkjalaus. Þvílíkur munur. Ég hafði eiginlega bara ekki áttað mig á því að lyf gætu haft svona góða virkni. Áfram lyfjaneysla!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli