mánudagur, febrúar 18, 2008

Hey, þú...

...sem hefur googlað "una stuna" og farið þannig inn á síðuna mína einu sinni til tvisvar á dag undanfarna 5 mánuði eða svo; hvað er málið? Ekki það að ég sé ekki þakklát fyrir áhugann, alls ekki, haltu endilega áfram að lesa það sem ég skrifa. Ég get samt ekki neitað því að mér hefur fundist svona ögn krípí að fylgjast með þessu. Ögn. Kannski er þetta samt fyrst og fremst hégómi í mér, það fer nefnilega svolítið í taugarnar á mér þegar þessu stunuheiti er klínt við nafnið mitt. Það var ekki beint pælingin þegar slóðin var valin að þessu bloggi fyrir 5 árum að ég væri "una stuna". Ég kynni betur við að þú googlaðir raunverulegt nafn mitt, "Una Sighvatsdóttir", en það vísar líka í þetta blogg. Svo má benda á að í stað þess að nota Google til að komast inn á síðuna mína væri líka hægt að læra bara slóðina, www.stuna.blogspot.com, hún er nú ekki það flókin. En þú hefur auðvitað þína hentisemi. Mér hefur bara þótt þetta svolítið....spes.

Beygingarmynd dagsins...
...er sprottin úr umræðum okkar Önna þess efnis að ég þyrfti að drekka mikið gin og tonic í SA-Asíu til að innibyrða bragðgóða moskítófælu: kíníninu

Engin ummæli: