laugardagur, mars 01, 2008

Ferðalag

Eftir nokkrar klukkustundir legg ég í hann út á flugvöll. Hann Önni minn keyrir mig. Svo kem ég aftur í sumar. Ferðaáætlunin er gróflega þessi:

-Flogið til London og stoppað í sólarhring
-Flogið til Tokyo, þar sem fyrstu 5 dögunum af tveimur Japansvikum verður varið
-Flogið frá Osaka til Beijing, u.þ.b. 3 vikur í Kína taka við
-Landleiðin farin frá Nanning yfir til Víetnam
-Þræðum okkur úr norðurhluta Víetnam til suðurs og gefum okkur c.a 3 vikur í það
-Þá tekur við vika í Kambódíu
-Frá Kambódíu förum við til Laos og njótum á að giska 10 daga þar
-Förum yfir landamærin til Tælands og kynnumst Tælandi frá norðri til suðurs á 2-3 vikum
-Síðustu 2-3 Asíudögum varið í Bangkok, áður en flogið verður heim
-Sólarhringsstopp í Kaupmannahöfn, og loks heimkoma þann 4.júní

Þannig hljómar þetta, en gæti þó auðvitað breyst. Og nú fer ég að leggja í hann, en fyrst ætlum við Önni að kúra aðeins. Ég ætla að reyna mitt besta til að halda upplýsingaflæði með sem allra besta móti bæði hér og á Asíuflakkinu, og ef ég þekki mig rétt mun ég örugglega fá mikla munnræpu um það sem fyrir augu ber.

Engin ummæli: