laugardagur, mars 29, 2008

Yunnan

Vid erum nu staddar i baenum Lijiang i Yunnan heradi, i 2400 metra haed yfir sjavarmali. Tetta er oskaplega fallegur, gamall baer og a heimsminjaskra Unesco sem best vardveitti baer i Kina. Netid a tessum slodum hefur verid tregara en annars stadar i Kina hingad til, eg hef t.d. ekki komist inn a mbl.is ne nokkra adra islenska sidu sidan vid komum til Yunnan, og ekki blogger fyrr en nu. Ekki veit eg hvort ritskodunin er stifari her tar sem vid erum vid landamaerin ad Tibet, eda hvort slaemu sambandi se einfaldlega um ad kenna. Mer finnst svolitid pirrandi ad vera svona algjorlega ut ur frettum heima i lengri tima, en Onni hefur updeitad mig um tad helsta. Her verdum vid ad sjalfsogdu ekkert varar vid oeirdirnar i Tibet eda motmaelin vid Olympiueldinn, baedi vegna tess audvitad ad frettirnar eru a Kinversku, og svo er tetta natturulega taggad nidur. Annars er svolitid serkennilegt ad i tessum rolega bae herna, Lijiang, marsera logregluflokkar stanslaust um goturnar i hermannabuningum med stora hjalma og kylfur, eins og oeirdalogregla. Tad er eitthvad sem eg hefdi frekar buist vid ad sja a gotum Beijing heldur en her i tessum fridsaela fjallabae, svo tetta kemur mer spanskt fyrir sjonir.

Róleg stemning yfir kínverskri skák á götum Lijiang

A leidinni hingad adum vid i 2 daga i baenum Dali. Sa baer er mikill hub fyrir bakpokaferdalanga, og frekar commercial sem slikur, en snotur to og tad eina sem spillti annars anaegjulegu rolti um markadsgoturnar tar var megn lykt af nidurgangi sem gaus upp ur ollum holraesum sem vid gengum fram hja. Ekki bara skitafyla, heldur nidurgangsfyla, alveg eins og veggur a moti manni.
Vid tokum klaf upp i fjollin fyrir ofan baeinn, og eyddum tar einum eftirmiddegi i gongu inn trongt gil sem teir kolludu Grand Canyon. Tad var oskop fallegt og okkur var lett ad kupla okkur adeins ut ur borgarlifinu.
Kláfsferð í fjöllunum við Dali

Mer finnst tetta storborgarrap voda treytandi til lengdar, og naut tess tvi ad keyra i gegnum sveitir Yunnan a leidinni hingad, akrarnir eru idagraenir og himinn taerblar. Tad er lika ahugavert ad sja bograndi folk ad storfum a okrunum, flest er gert i hondunum her og manni finnst nyir og gamlir timar blandast med serkennilegum haetti. Hahrada internet, fartolvur og flatskjair a hotelborunum fara undarlega saman med tannlausu folki med haka og vatnsfotur a oxlunum. Innleiding landbunadarvela er greinilega haegari en tolvunnar.

Fra Dali tokum vid svo rutu hingad til Lijiang i gaermorgun. Tetta var 3 klst rutuferd, og fyrsti klukkutiminn var einn sa skemmtilegasti sem eg hef att i rutu, einfaldlega vegna tess ad okkur fannst tetta allt svo fyndid. Naestu 2 timar voru sidri og vid prisudum okkur saelar ad tetta vaeri ekki lengri leid en tetta. Tessi ruta var reyndar minibus, med 15 saetum, og tegar hann kom ad saekja okkur saum vid ekki betur en hann vaeri tegar fullur. Bilstjorinn var ekki sammala tvi. Fartegar rutunnar, allt kinverskir karlmenn, lagu a gluggunum starandi a okkur a medan hann sannfaerdi okkur um ad tad vaeri nog plass, svo trod hann okkur i oftustu saetin og bakpokunum var hrugad inn a eftir okkur a ganginn svo a endanum vorum vid innmuradar af farangri og gatum varla hreyft okkur.

Asdis og Hanna ennta gladar i rutunni

Svo var brunad af stad, med Kinverskar power-ballodur i botni og fartegar rutunnar toku gladlega undir. Bilstjorinn gerdi samt meira af tvi a raeskja sig en syngja, og stakk hofdinu reglulega ut um gluggann til ad hraekja storri slummu a gotuna. A midri leid var svo stoppad hja ungri stulku med litinn soluvagn og kinversku karlarnir trodu sedlum ut um gluggann til hennar og fengu braud a moti. Svo sofnudu teir flestir. Vid sofnudum to ekki, tvi rutan hristist svo rosalega. Samt saum vid ekki betur en ad vegurinn vaeri rennislettur, og jafnvel nymalbikadur. Dempararnir i rutunni hafa liklega verid komnir fram yfir liftima sinn.

En nu erum vid semsagt i Lijiang og her er yndislegt ad vera, baerinn er dasamlegur og vid erum alveg rasandi yfir urvalinu herna af sjolum ur silki og pasminu, alveg otrulega fallega ofin. Fjallasynin er lika dasamleg, yfir baenum gnaefir Jade Dragon Snow Mountain med hvitum toppi. Vid aetlum kannski ad fara i 1-2 daga hike nidur Tiger Leaping Gorge, dypsta gil i heimi ad mer skilst, adur en vid yfirgefum heradid. Meira af tvi sidar.
Um Lijiang liggja ar og laekir, tar sem synda gullfiskar. Goturnar eru trongar og hlykkjottar, tilvaldar til ad villast adeins.

Engin ummæli: