Halong floi
Komnar aftur til Hanoi eftir 3 daga dvol a Halong Bay. Tetta var mikil stelpuferd tvi auk okkar samanstod hopurinn af 4 stelpum fra Nyja Sjalandi, 2 fra Astraliu og 3 fra Hollandi, ollum a okkar aldri. Auk teirra var bandariskt par, Belgi og Kinverji sem voru einir a ferd. Vid stelpurnar nadum vel saman, serstaklega taer Hollensku, og tad var gaman ad fa sma ferskt blod i hopinn. Halong floi er otrulega fallegur og duludugur med sinum klettastrytum og tverhniptum, skogi voxnum eyjum. Eitt tad anaegjulegasta vid ferdina var einfaldlega ad sitja a takinu a junk-batnum okkar og njota utsynisins.
Junk batar a Halong floa
Fyrsta daginn forum vid svo ut a kayak, sem eg hafdi hlakkad mikid til. Kayakferdin reyndi to nokkud a taugarnar hja mer, tar sem tad aexladist einhvern veginn tannig ad Belginn gerdist minn kayakfelagi, og hann var adeins of akafur i ad sanna karlmennsku sina fyrir minn smekk. Serstaklega a bakaleidinni tegar Kinverjinn og leidsogumadurinn, sem reru saman, veltu sinum kayak inni i helli og Belginn taldi tad heilaga skyldu sina ad hjalpa teim, svo vid urdum eftir a medan allur hopurinn for til baka. Tetta voru algjorlega osamraemdar (og osamtykktar) bjorgunaradgerdir sem endudu a tvi ad kayakinn okkar var farinn ad fyllast af vatni lika (og eg ordin brjalaedislega pirrud a tessum favitaskap a teim timapunkti) svo vid turftum ad fa ad klifra um bord i skip sem atti leid hja, draga kayakana upp og taema ta af vatni. Adur en eg vissi af voru Belginn og leidsogumadurinn farnir aftur til ad "na i hjalp", en eg var eftir med Kinverjanum halfnoktum a okunnu Vietnomsku skipi tar sem enginn taladi ensku. Skipsmennirnir gafu mer hinsvegar fullan disk af disaetum appelsinum, svo eg kvartadi ekki.
Prammaborn a siglingu i "hverfinu sinu" a Halong floa
I matnum tetta kvold lentum vid Anna a bordi med Belganum, og eg reyndi mitt besta til ad vera ad minnsta kosti pinulitid kuldaleg vid hann (tott tad stridi audvitad gegn minu vinalega edli). Nema hvad, tad kom i ljost ad tad var ekki haegt ad hata helvitis Belgann tar sem hann reyndist vera allt of almennilegur. Hann er semsagt serfraedingur i smidi gerviutlima, og bjo i Afghanistan vid ta idju tar til Talibanastjornin fell, en hefur undanfarin ar buid og starfad i Nordur-Koreu. Smidandi gerviutlimi fyrir amputerud born! Hvernig er haegt ad leggja faed a slikan mann, jafnvel tott hann hafi naestum sokkt kayakinum manns?
Naesta dag forum vid svo a tjodgardinn a Cat Ba eyju, sem er staersta eyjan a floanum, en af 10.tus manna byggd byr to adeins rumur helmingur i landi en restin a prommum umhverfis eyjuna. Tar forum vid i frumskogargongu upp ad rydgudum utsynispalli, og eltum "local guide" sem hoppadi i trjanum eins og api. Umhverfishljodin i skoginum voru otruleg, havadinn i poddunum var svo mikill ad hann jadradi vid dynjandi oskur.
Blod, sviti og poddur i Vietnomsku skoglendi
Poddufaelni min, sem er a mjog hau stigi, virdist to vera vidradanlegri tegar poddurnar eru einhvers stadar uti i skogi og eg heyri bara i teim (jafnvel tott tad se aerandi) heldur en tegar eg er innilokud i herbergi med teim, eins og a batnum. Vid komumst semsagt ad tvi fyrir svefninn ad Junk vaeri rettnefni fyrir batinn okkar tott hann liti vel ut ad ytra byrdi. Tegar vid Anna kveiktum ljosin i herberginu okkar saum vid snogga hreyfingu tegar litlir kakkalakkar hlupu i felur. Eg akvad tvi ad faera rumid mitt adeins fra veggnum svo teir skridu sidur upp i til min um nottina (og tadan audvitad inn i eyrun tadan sem teir geta etid ur mer heilann, i minum verstu martrodum). Nema ta datt rumid mitt i sundur. Vid akvadum ad kvarta ekki yfir tvi, ef teir skyldu rukka mig um skadabaetur, svo vid tjosludum tvi saman aftur og aetludum svo i sturtu fyrir svefninn. En sturtan virkadi ekki. Ne loftraestingin. Ur vard tvi sveitt og surefnislaus nott a junkinu, idandi af poddulifi. Indaelt.
Nu erum vid komnar aftur til Hanoi a hostelid okkar goda (Hanoi Backpackers Hostel, maeli med tvi) og aetlum ad vera her naestu tvaer naetur adur en vid fikrum okkur lengra sudur eftir tessu langa landi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli