miðvikudagur, apríl 16, 2008

Hanoi / Hoi An

Vid hofum eytt undanfornum dogum i hafnarbaenum Hoi An, i mid-Vietnam. Tetta er snotur baer og gamli hlutinn a heimsminjaskra Unesco, en vid hofum reyndar verid uppteknar vid flest annad en ad skoda arkitektur og fornar minjar. Hoi An er nefnilega klaedskera paradis sudaustur Asiu, med morghundrud litlum, fjolskyldureknum fataverslunum. Vid komum hingad med tad i huga ad fa okkur nokkrar flikur... forum svo kannski adeins fram ur áaetlun. Eg er buin ad lata sauma a mig 7 kjola, 4 toppa og 1 bikini og held eg se haett her med. Stelpurnar hafa verid enn stortaekari en eg, letu snida a sig sko, draktir, ullarkapur og eg veit ekki hvad. Reyndar er tetta allt orlitid dyrara en eg hafdi gert rad fyrir, en eg held vid munum samt ekki sja eftir neinu tegar vid komum heim. Nu svo erum vid audvitad ad stydja local idnadinn, sem er gott mal. Djofull hefur madur tad samt gott. Tad a ad heita ad vid seum herna a budget ferdalagi, en eg held ad undanfarna 4 daga hafi eg eytt sem svarar manadarlaunum stelpnanna sem sauma fyrir okkur, bara i fot.

Ad mata raudan kjol sem eg let sauma fyrir mig i gaer.

Af teim londum sem vid hofum nu heimsott virdist hvita hudin vera mest metin herna i Vietnam. Hja solarvorninni i verslunum eru alltaf heilar hillur af "hvitunar"kremum (sem eg get ekki imyndad mer ad virki) og Vietnomsku stelpurnar eru alltaf ad bera handleggina a ser saman vid okkar og daesa, spyrja okkur hvort vid hofum alltaf haft svona hvita hud og hvada krem vid notum. Tad er tvi kannski kaldhaednislegt ad vid seum allar solbrunnar i dag eftir ad hafa skellt okkur aftan a motorhjol i gaer, og brunad a naestu strond.

Naesta stopp hja okkur her i Vietnam verdur i strandbaenum Mui Ne, en vid akvadum ad taka sma forskot a saeluna i gaer. Eg hef ekki stundad mikid strandlif um aevina og var eiginlega buin ad gleyma tvi hvad tad getur verid gaman ad busla i sjonum. Tad var mikill oldugangur, sem orsakadist vist af hitabeltisstormi uti fyrir strondinni, svo tetta var stundum eins og i tvottavel, oldurnar kipptu undan manni loppunum og yttu manni i kollhnis ad landi. Ein aldan var svo oflug ad hun reif Asdisi ur bikinibuxunum, svo hun atti augnabliks panikk buxnalaus i sjonum, treifandi fyrir ser tar til hun greip i buxurnar adur en taer skoludust burt. Tvi midur segi eg, tvi tetta hefdi fyrst ordid god saga hefdi hun ekki fundid taer aftur.

Hanna og Anna a leid heim af strondinni a motorhjoli

Sidasta daginn okkar i Hanoi forum vid i grafhysi Ho Chi Min, til ad bera hann saman vid Mao, og vorum sammala um ad hann vaeri mun "liflegri", ef svo ma segja um naestum tvi 40 ara gamalt lik. Eins kiktum vid i Hoa Lo fangelsid, tar sem Vietnamskir uppreisnarmenn/frelsishetjur voru fangelsadir af Frokkum og sumir liflatnir. Seinna voru svo Bandariskir stridsfangar geymdir tarna, mest sprengjuflugmenn sem voru skotnir nidur og þ.a.m. John McCain forsetaframbjodandi sem var vist i haldi Nordur-Vietnama i 5 og halft ar. A safninu er latid lita ut fyrir ad fangelsid hafi verid meira i att vid sumarbudir fyrir Kanana, syndar eru myndir af teim ad spila korfubolta og elda jolamat og voda gaman. Tvi midur er eg ekki viss um ad tad se alveg sannleikanum samkvaemt, fangelsid var kallad Hanoi Hilton af kaldhaedni og mun slaem medferd tar vist vera astaeda tess ad McCain vard hvithaerdur langt fyrir aldur fram.

Vid styttu af Lenin i Hanoi

Annars framlengdum vid dvolina okkar her i Hoi An lengur en vid aetludum upphaflega, af einskaerri leti held eg. Dagskrain i Kambodiu og Laos verdur liklega mjog tett, svo vid sammaeltumst um ad sumum stodum i Vietnam yrdi ad forna (tangad til naest) til tess ad vid gaetum notid betur teirra sem vid heimsaekjum. Vid hofum tvi tekid tvi mjog rolega herna i Hoi An, nenntum tvi hreinlega ekki i gaer ad halda afram a naesta stopp med naeturrutunni (tar sem bilstjorarnir skiptast a ad sofa i hengirrumi a milli saetanna). A morgun holdum vid hinsvegar afram, fyrst til Mui Ne i nokkra daga, svo til Saigon.

Engin ummæli: