Ta erum vid komnar til Kambodiu, eftir langa og sveitta siglingu eftir Mekong fljotinu. Tetta var i raun tveggja daga ferdalag, forum fra Saigon a manudag i dagsferd um Mekong Delta svaedid, matarkistu Vietnam, tar sem vid sigldum um arosa tessa langa fljots og skodudum fljotandi torp og markadi. Gistum svo i landamaerabaenum Chau Doc, tar sem rafmagnid for af hotelinu okkar a 5 minutna fresti og sigldum tadan upp Mekong i um 6 klst hingad til Phnom Penh.
A siglingu um Mekong Delta med Vietnamska strahattinn minn
Mer finnst Kambodia otrulega heillandi land, tad sem vid hofum sed af tvi a tessum fau dogum. Her var lika sannarlega vel tekid a moti okkur, tvi tar sem vid sigldum eftir Mekong saum vid mikid lif a bokkunum og tar a medal marga barnahopa ad bada sig (oftar en ekki med beljunum sinum) i anni og tau trylltust yfirleitt af gledi tegar tau sau okkur a batnum, hoppudu og veifudu og kolludu hallo. Eg skil Angelinu Jolie ad hafa akvedid ad aettleida barn fra Kambodiu, tvi almattugur minn hvad tau eru falleg.
Kambodiumenn toku vel a moti okkur a landamaerunum vid Mekong
Phnom Penh er borg mikilla andstaedna. Her eru snyrtilegar breidgotur med palmatrjam, otrulega fallegar byggingar eins og konungshollin, sem vid skodudum i gaer, og tad sem kom okkur kannski mest a ovart, supermarkadir og apotek sem eru mun vestraenni en allt sem vid hofum sed sidan i Japan. Okkur hafdi einmitt vantad ad fylla a malariulyfin okkar svo tad var agaet tilbreyting ad fa loftkaeld apotek med lyfjafraedingi sem taladi ensku, i stad hole-in-the-wall apotekanna i Vietnam tar sem folk hristi bara hofudid og hlo.
Ad sitja a pallinum hja tuk-tuk bilstjorum er mjog skemmtileg leid til ad ferdast um tessa borg og fylgjast med lifinu a gotunum, tvi olikt Islandi ta idar allt af lifi a hverju gotuhorni i Asiu. Tad er erfitt ad imynda ser ad fyrir ekki lengra en 30 arum sidan hafi Phnom Penh verid draugaborg eftir ad Raudu Khmerarnir hroktu ibua hennar ut i sveitirnar i vinnubudir, tar sem fjordungur tjodarinnar var sidan drepinn. Erfitt ad hugsa ser ad allir Kambodiumenn yfir tritugu sem vid eigum samskipti vid her eiga minningar af tjodarmordi og hardraedisstjorn.
Titil faerslunnar er annars algjor lykilfrasi sidan i Vietnam, og virdist vera vid lydi her i Kambodiu lika. Tegar solumenn reyna ad hossla okkur uti a gotu nota teir gjarnan tennan frasa til ad sannfaera okkur um ad hvad sem teir hafa ad selja se einmitt tad sem vid viljum og turfum mest a ad halda, hvort sem tad er hotelgisting, fot eda hvad annad. "Same, same!"
Annars er verid ad loka internetinu a mig herna. Adgangur hefur verid verra undanfarid en adur, sem skyrir faerri bloggfaerslur.
Meira sidar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli