mánudagur, maí 05, 2008

Kambodia

Nu er sidasta kvoldid okkar i Kambodiu og vid daudsjaum eiginlega eftir tvi ad fara hedan. Vid hofum fengid ad njota einstakrar gestrisni i tessu landi, a rett svo vikudvol var okkur til daemis bodid i tvaer afmaelisveislur. Su fyrsta var strax fyrsta kvoldid sem vid komum til Phnom Penh, 8 ara afmaeli sem haldid var a hotelinu (King Hotel). I fyrradag baud svo tuk-tuk bilstjorinn okkar, sem hefur skutlast med okkur ut um allt her i Siem Reap, okkur ad koma i 22. ara afmaeli systur sinnar. Tad var haldid i heimahusi adeins uti fyrir borginni, og okkur var frabaerlega tekid tar, satum a bambusmottum a golfinu med vinum og aettingjum, atum Khmer karry og fengum abot a bjorinn um leid og sidasti sopinn klaradist. (Reyndar keyptum vid 2 kassa af bjor fyrir veisluna svo vid vorum nu ekki algjor snikjudyr. Afmaelisbarnid fekk svo glasamottur med myndum fra Islandi ad gjof). Fjolskyldufadirinn for ekkert i felur med tad hve mikid hann vildi ad 18 ara sonur sinn kvaentist evropskri stelpu...svo hann fengi nu barnaborn med fola hud. Vid brostum nu bara kurteisislega ad tvi, en eigum allar heimbod ad fjolskyldusetrinu naest tegar vid komum til Kambodiu.
Ljuffeng afmaelismaltid a Kambodisku heimili

Annars eru heimili folks, baedi her og i Vietnam, mjog opin og otrulegustu hlutir gerdir fyrir opnum dyrum. Allur bissness er lika fjolskyldurekin svo vid hofum verid mjog mikid inni a heimilum folks. Ef madur faer ad fara a klosettid herna t.d. a veitingastodum, i lobby-inu a hotelum o.s.frv. ta er madur allt i einu kominn inn a fjolskyldusalernid, tad ser madur a tannburstaglosum, badsloppum og fleiri personulegum munum. I Beijing fengum vid ad hringja international inni i stofu hja konu, sem braut saman tvott a medan og madurinn hennar la sofandi i horninu. I Mui Ne la ungabarn sofandi i hengirumi vid hlidina a tolvunni minni a einni internetbullunni, og stelpan sem rukkadi mig um netid skipti a odru ungabarni a golfinu a medan eg bloggadi. Tetta er allt svona, mjog opid og personulegt og folk greinilega hikar ekki vid ad samnyta heimilid sem vinnustad.

Nu, tar sem ad dagurinn i dag er sa sidasti i Kambodiu i bili akvadum vid ad nyta taekifaerid til ad borda Kambodiskt gaedafaedi. Adurnefndur tuk-tuk bilstjori, sem ber nafnid Stockholm og vill bokstaflega allt fyrir okkur gera, skutladist med okkur a uppahalds gotustandinn sinn tar sem hann kenndi okkur ad borda alvoru Kambodiskt snakk; steiktar poddur. Vid fengum tarna e-s konar kakkalakka/bjollur og krybbur, steikt upp ur chilli og hvitlauk. Tetta var tvi oneitanlega bragdgott, snarl en eg gat samt ekki nema rett svo nartad i tad, tilhugsunin um skridandi poddur vard bragdskyninu yfirsterkari. Eftir tennan forrett forum vid tvi og fengum okkur almennilegan khmer-kvoldmat; svokallad Amok sem er afar ljuffengt kokoshnetu-karry.

Vid Hanna Rut ad festa kaup a nokkrum brakandi ferskum krybbum

Ja vid erum semsagt mjog heilladar af Kambodiu, hun hefur farid fram ur okkar bjortustu vonum og hvergi hefur okkur fundist vid jafn velkomnar. Vid hofdum heyrt og lesid mikid um tad fyrirfram hversu mikid areiti vaeri fra solumonnum og tuk-tuk bilstjorum i sudaustur Asiu og tvi buid okkur undir tad versta, en tad hefur alls ekki verid svo slaemt. Ad visu var stundum erfitt ad standast bornin sem flykktust ad manni vid Angkor, tau eru mjog hardsviradir solumenn og spila krutt-trompinu miskunnarlaust fram gagnvart okkur vestraenum konunum a barneignaraldri. Tegar tau reyna ad selja manni postkortapakka telja tau fjoldann af postkortum upp a 5 tungumalum, svo spyrja tau hvadan vid seum og segja samviskusamlega: "Iceland, capital Reykjavik!" sem er afrek i sjalfu ser, tvi allt fullordna folkid herna er sannfaert um ad vid seum Irskar. Eg held ad einhverjir oflugir, islenskir forverar okkar her hljoti ad hafa kennt teim tetta og vid reyndum ad taka vid kyndlinum, kenndum teim bornum sem ekki vissu ad Reykjavik vaeri hofudborgin, og hvernig tau aettu ad telja 10 postkort a islensku.
Latid ekki sakleysislegt utlidid blekkja ykkur, tessar stulkur eru kaldrifjadir solumenn sem svifast einskis til ad selja manni postkort eda vatnsflosku.

Hinsvegar gerdi eg mogulega kaup ferdarinnar adan. Eg tok med mer gleraugnarecept ad heiman, og adan kikti eg inn i optic herna i Siem Reap og keypti mer gleraugu, fin Dior umgjord og gler snidin ad mer. Tetta var tilbuid a 1 klst og kostadi mig 3.900 kr. Otrulegt. Eg vona bara ad tau reynist mer vel, en tad tarf sma prufukeyrslu a tau adur en kemur i ljost hvort eg hafi keypt kottinn i sekknum.

I fyrramalid fljugum vid til Vientiane i Laos. Vid erum ordnar taepar a tima finnst okkur, erfitt ad koma ollu tvi sem vid viljum gera inn i timarammann, og nu eru bara 4 vikur eftir. Aetlum samt ad reyna ad eiga afslappada 10 daga i Laos, tar sem okkur skilst ad tad se rolegasta landi i sudaustur Asiu. Hlakka til ad kynnast tvi.

Engin ummæli: