Jaeja krakkar minir, vid erum bara bunar med Laos og komnar til Tailands. Tetta er upphafid ad endinum.
Tar sem timi okkar i Laos var af skornum skammti akvadum vid ad dvelja ekki i hofudborginni Vientiane, heldur stukkum bara beint upp i naestu oloftkaeldu og svitastorknu rutu, tar sem tad vildi svo kaldhaednislega til ad vid Hanna Rut satum fyrir aftan isskap (sem vid turftum ad prila framhja til ad komast inn og ut ur rutunni). Rutuferdin var samt anaegjuleg tvi landslagid a leidinni til Vang Vieng var ekki amalegt. Laos er med eindaemum fallegt land.
Vang Vieng er nokkurs konar himnariki unglingsara minna; hefdi eg komid tangad tegar eg var 15 ara hefdi eg liklega aldrei viljad fara tadan aftur. Baerinn er ekki nema nokkrar gotur sem byggjast nanast eingongu upp af veitingastodum og borum tar sem madur getur flatmagad a storum pudum, bordad pizzu og drukkid odyran bjor a medan FRIENDS rullar a storum skjaum allan lidlangan daginn. A medan solin skin skaerast er svo haegt ad lata tuk-tuk bilstjora skutla ser nokkra kilometra upp med anni og lata sig svo lida nidur hana innan um fjallatinda aftur til baejarins a uppblasnum dekkjaslongum. Tad er um 1-2 klst svaml, en tad teygist audveldlega ur timanum tvi a leidinni eru baedi alls konar rolur sem er haegt ad stokkva fra ut i ana og eins barir tar sem starfsfolkid kemur hlaupandi ut, kastar til manns liflinu og dregur mann i land svo madur geti nu orugglega fengid ser einn Beerlao hja teim a 76 kronur. Ljuft lif sem sagt.
Vid hellismunann i Vang ViengTad er samt takmarkad hversu lengi eg meika ad gera ekki neitt adur en eg verd eirdarlaus, svo eftir 2 daga af hedonisku letilifi langadi okkur i sma meira action. Vid forum ta i hellaskodun, sem folst i tvi ad draga sig eftir bandi inn helli sem ain rennur i gegnum, og tvi naest i kayaksiglingu nidur ana. Godur dagur.
Fra Vang Vieng forum vid svo til Luang Prabang, sem er her med komin a lista yfir uppahalds borgirnar minar. Hun er otrulega fridsael og falleg, med fullt ad skemmtilegum gallerium og handverks-verslunum. Luang Prabang var hofudborg Laos tar til landid haetti ad vera konungsriki og vard kommuniskt arid 1975, og er gamli baerinn a heimsminjaskra UNESCO (vid erum ad rulla upp tessari heimsminjaskra madur!) Arkitekturinn er mikid til franskur, i bland vid buddahof, en svo virdast Lao-buar hafa gott auga fyrir huggulegu umhverfi og almennun kosyheitum og eru duglegir ad fegra umhverfi sitt. Stemningin i Laos er bara mjog notaleg yfir hofud, og mer fannst tad eiginlega lysandi ad "takk kaerlega" a Lao er "kop-chai-lae-lae" sagt med syngjandi roddu. Teir eru svo trallandi rolegir.
Eftir sem adur er Laos eitt af 50 fataekustu londum heims og sest tad berlega a tvi ad meirihluti ibuanna lifir af landinu, og byr i litlum torpum i kofum ur flettudum bambus. Tjodin samanstendur af morgum tjodarbrotum, og vid forum m.a. i halfsdags-gongu i torp tar sem folk af Khmu aettbalknum byr, med leidsogumanni sem var sjalfur Khmu og vard ferdin tvi enn frodlegri fyrir vikid. Hann sagdi okkur m.a. fra tvi tegar hann for med hollensku par i torpid, sem fengu ser adeins of mikid af LaoLao (local hrisgrjonavin) og reittu i kjolfarid andanna til reidi (Khmu folkid er andatruar) med tvi ad sofna utan svefnherbergisins. I kjolfarid turfti ad kalla til tofralaekni og eyda naestu 7 dogum i ad hreinsa husid af illum ondum, tvi annars myndi einhver fjolskyldumedlimur veikjast og deyja innan tveggja manada. Skemmtileg flaekja fyrir hollenska parid.
Fra Luang Prabang forum vid lika i "reidtur" a filsbaki um skoginn, og letum tuk-tuk skutla okkur ad Kuang Si fossunum, tar sem vid svomludum i turkisblau vatni innan um stallafossa. Nidurstada: Laos er yndislegt land sem eg myndi mjog gjarnan vilja heimsaekja aftur.
Hitabeltis-paradis hja Kuang Si fossunumAnna sitjandi a filshofdi.
Vid forum annars a myndina Penelope, og urdum barnslega uppvedradar tegar SigurRos var spilud i lokaatridinu. Okkur fannst otrulega skemmtilegt ad sitja i bioi i Tailandi og heyra sungid a islensku um ad hoppa i polla i engum stigvelum.
Vid verdum her i Chiang Mai fram a manudag, en svo er tad bara Tailensku eyjarnar og afsloppun a strondinni sidustu dagana fyrir heimkomu. Tad styttist!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli