SJÓNVARPIÐ sýndi okkur sögulega stund í gær þegar Barack Obama tók við forsetaembætti í beinni útsendingu. Síðast þegar öll augu heimsins beindust að Bandaríkjunum í beinni hrundu Tvíburaturnarnir logandi til ja

Í millitíðinni stundaði ég nám við bandarískan háskóla og kynntist þar mörgum sem skömmuðust sín fyrir landið sitt. Þetta var alveg nýtt fyrir mér og ég vorkenndi þeim. Ég hafði aldrei upplifað það þá að skammast mín fyrir landið mitt. Jú jú, maður gat gert grín að búrahættinum og mikilmennskunni, en á góðglaðan hátt þó.
Í gær var ólíku saman að jafna, Íslandi og Bandaríkjunum, og sjónvarpið bar vitni um það í beinni útsendingu. Annars vegar mátti sjá vonglaða þjóð sem fagnaði nýjum leiðtoga í fullu trausti. Hins vegar vonsvikna þjóð sem gerði hróp að leiðtogum sínum í fullkomnu vantrausti. Það er ekki laust við að ég öfundi vini mína í Bandaríkjunum sem nú horfa bjartsýnir fram á veginn. Þeir geta verið stoltir.
Birtist fyrst sem Ljósvaki í Morgunblaðinu 21. janúar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli