Árið í myndum
Hér má líta nokkrar af uppáhaldsmyndunum mínum frá árinu 2008. Þær eiga þær allar sameiginlegt að vekja góðar minningar og vera annað hvort teknar af mér eða af mér. Sem sagt af mér. Myndirnar einar bera vitni um fáránlega skemmtilegt ár.
Ófáum sumarstundum var eytt í Hvammi í hestastóðinu okkar miðju. Þeir eru svo skemmtilegir félagar auk þess að bjóða upp á endalaust mótíf fyrir myndirOg á grænu engi allt annars staðar í heiminum stóðu þessi Khmu-börn og fylgdust með foreldrum sínum vinna, en veifuðu hressilega til okkar þegar við gengum hjáÉg fór í smávegis roadtrip um S-Evrópu með Jennifer, Jantien, Elise og Hil-May í ágúst. Þetta var annað "reunionið" okkar síðan í BNA en ég í fyrsta skipti sem við hittum Jennifer aftur og hún kom alla leið frá Úrúgvæ til að vera meðÞessa mynd tók Anna af mér á Kínamúrnum. Þarna má vel sjá hversu ótrúlega brattur hann er á köflum
Ég heimsótti nokkur lítil þorp í miðhluta Portúgal þar sem var nánast eingöngu að finna gamlar konur í kjólum og gamla kalla með hatta. Unga fólkið löngu flúið til Lissabon.Talandi um gamalt fólk, þessi gamla kona í Laos hugsaði sig ekki um tvisvar áður en hún óð út í ánna þar sem ég reri sjálf hjá á kajak. Sennilega gerir hún þetta daglega.Nokkrum mánuðum seinna þurftum við Önni að fara yfir aðra á til að komast inn í Bása (Önni á jeppanum, ég á myndavélinni). Þar tjölduðum við til tveggja nátta í steikjandi hita í okkar eigin prívatrjóðri á lækjarbakka. Frábær útilega.Fyrsta sólbaðið okkar (eins og sést á húðlitnum) í Asíu, í hinum skemmtilega smábæ Hoi An í Víetnam. Fyrir aftan sólbekkina voru beljur á túni og við hlið sundlaugarinnar skutust rottur með reglulegu millibili. Neon-litaðar og Íslandsmerktar í Full Moon partýi á eyjunni Ko Phangan í Taílandi.Allt sem fyrir augu bar í Asíu var litríkt, framandi og heillandi. Þessi munkur átti rólega stund ásamt okkur eftir að hafa prílað snarbrattar tröppur upp á eina af rústum Angkor í Kambodíu í 35° hita. Köfunin í Taílandi var ótrúleg og fór fram úr öllum mínum væntingum. Jafnvel þótt ég hafi misst af hópnum mínum þegar þau syntu með hvalháfnum....ég er að jafna mig á því núnaDrápsvellirnir í Kambódíu, og Kambódía öll, er ógleymanleg
Það er erfitt að hætta...ég á þúsundir fleiri mynda frá árinu á lager og get varla gert upp á milli. Mín bíður mikil (en skemmtileg) vinna við að koma þessu í albúm.
Það er erfitt að hætta...ég á þúsundir fleiri mynda frá árinu á lager og get varla gert upp á milli. Mín bíður mikil (en skemmtileg) vinna við að koma þessu í albúm.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli