Sólsólsólsólsól
Nú er liðin vika síðan sumarveðrið skall allt í einu á okkur og snarbreytti stemningunni á skerinu til betri vegar. Svo vel vildi til að ég átti frí alla síðustu viku vegna uppsafnaðrar yfirvinnu sem ekki er lengur greidd út í launum heldur fríi. Frá því sumarið hófst er ég því búin að...
...ganga á Heklu í fullkomlega heiðskýru veðri og mögnuðu útsýni
...sötra bjór á þétt setnum Austurvelli
...flatmaga í sundi með vinkonum mínum
...flatmaga í sólbaði með kærastanum mínum
...borða grænan frostpinna til að svala mér
....sólbrenna á nefinu
...grilla kjöt og maískólfa
...slappa af í sveitinni og klappa nýfæddum fjórfætlingum
...fara á hestbak
...dansa í miðbænum og sjá ljósaskiptin þegar það hættir að skyggja á miðri leið og verður bara bjart aftur
...sjá ekta poppkorns-sumarsmell í bíó (Angels&Demons)
....endurheimta ljósa lokka og hraustlegra útlit
Þessi eina frívika hefur verið eins og sýnishorn af heilu sumri í mínum huga enda er ég ekki vön því að hafa lengra samfleytt frí á sumrin en það sem nemur langri helgi. Það besta er að ég er ekki einu sinni byrjuð að taka út sjálft sumarfríið, sem er 4 vikur allt í allt, svo ég lít svo á að síðustu dagar séu fyrirboði um einstaklega gott sumar.
Ég hef líka komist að því að ég gæti hæglega vanist því að vera í svona fríi. Alltaf.
Beygingarmynd dagsins: fartina
Engin ummæli:
Skrifa ummæli