Fyrir akkúrat viku síðan var ég að feta mig niður hlíðar Öræfajökuls eftir að hafa staðið í mikilli sigurvímu í 2.109 m hæð á toppi Hvannadalshnúks. Gangan hafði verið í undirbúningi síðan í febrúar og því mikil gleði sem fylgdi því að ná toppnum.
Vikurnar fyrir gönguna var ég alltaf að rekast á viðtöl við fólk sem gengið hafði á Hnúkinn og alltaf var viðkvæðið að það hefði nú komið á óvart hversu auðvelt þetta væri, hreint ekki svo mikið mál. Ég álykta

Hluti af ástæðunni fyrir því hvað ég miklaði þetta fyrir mér var hversu erfið mér fannst gangan á Eyjafjallajökul í apríl. Sú ganga tók tæpa 10 klst með um 1.600 metra hækkun (í blindbyl að vísu), en á Hvannadalshnúk gengum við í tæpa 16 klst og 2.000 metra hækkun. Mér hugnaðist ekki samanburðurinn enda fannst mér ég fara algjörlega út að þanmörkum líkamlegrar getu minnar á Eyjafjallajökli.
Það sem ég hef hinsvegar lært af þessari göngusyrpu okkar síðustu 5 mánuði er að öllu

Niðurstaðan er sem sagt sú að það kom mér í fyrsta lagi á óvart hversu viðráðanleg gangan á Hvannadalshnúk var. Í öðru lagi hversu lengi sigurvímann endist. Það er einstök tilfinning að sigrast svona á sjálfum sér, bæði eigin efasemdum og líkamlegri sérhlífni. Ég hef ofurtrú á kroppnum á mér síðan ég kom niður, mér finnst ég hraust, sterk og að springa úr lífi. Að ná takmarki sem unnið hefur verið að lengi, keyra út líkama sinn og drekka um leið í sig fjallaloftið og fegurðina, það fyllir mig af hamingjutilfinningu sem ég svíf ennþá á viku síðar.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli