mánudagur, september 07, 2009

Hringt á Landspítalann:

Þjónustuborð: Landspítali góðan dag
Ég: Já góðan dag, Una heiti ég, blaðamaður á Morgunblaðinu. Mig vantar að ná tali af einhverjum sem getur svarað fyrir Tækjakaupanefnd, sem gæti þó heitið eitthvað annað núna eftir breytingarnar
Þjónustuborð: ég hef ekki hugmynd um það
Ég: ókei....það var allavega alltaf til Tækjakaupanefnd, mig vantar að tala við einhvern sem er í forsvari fyrir tækjakaup á spítalanum
Þjónustuborð: *stuna* bíddu aðeins

......

Þjónustuborð: það er ekki til tækjakaupanefnd lengur. Þú verður bara að tala við upplýsingafulltrúa en....þú getur ekki talað við hann. Geturðu hringt aftur á morgun?
Ég: er hann ekki við í dag?
Þjónustuborð: (á innsoginu) Nei
Ég: En er ekkert sem tók við af Tækjakaupanefnd?
Þjónustuborð: (á innsoginu) Nei

Seinna sama dag á sama þjónustuborði.


Ég: gæti ég fengið samband við yfirlækni á skurðlækningasviði
Þjónustuborð: það eru sko mjög margir yfirlæknar á þessu sviði þannig að ég veit ekki við hvern þú ættir að tala.
Ég: ókei...mig vantar einhvern sem getur sagt mér hvernig verður brugðist við sparnaðarkröfum á sviðinu. Er einhver yfirmaður sem gæti svarað fyrir það?
Þjónustuborð: *stuna* bíddu aðeins.

(bið í 5 sekúndur)

Þjónustuborð: sko það veit eiginlega enginn neitt um þetta núna þannig að það er enginn læknir sem þú getur talað við.
Ég: Nújá. Ókei. Er ekki einhver sem er, hvað, yfir-yfirlæknir á sviðinu, eða aðalyfirmaður?
Þjónustuborð: (á innsoginu) Nei.

Eftir sit ég og lem höfðinu í lyklaborðið. Þess má svo geta að á báðum þessum sviðum eru yfir-yfir-aðalmenn sem kallast framkvæmdastjórar og ég náði síðar sambandi við eftir öðrum leiðum án "hjálpar" símadömunnar.
Og þeir vissu ýmislegt.

Engin ummæli: