Stundum koma samborgarar mínir mér skemmtilega á óvart. Það gerðist núna nýlega þegar ég var á leiðinni á bókasafnið. Mig langaði til að lesa Veröld sem var, sjálfsæfisögu Stefan Zweig. Til að vera viss um að fara ekki fýluferð ákvað ég að athuga fyrst hvort hún væri ekki örugglega til á safninu. Þessi bók var fyrst gefin út árið 1943 en 1958 á Íslandi.
Ég átti þess vegna ekki von á því að hún væri neitt sérstaklega umsetin á bókasöfnum núna, orðin 50 ára gömul. Það kom mér þess vegna á óvart, skemmtilega á óvart, að sjá að alls voru 20 eintök af Veröld sem var í útláni hér og þar um landið. Auk þess voru 16 eintök af hljóðbókinni, sem lesin er af Gísla Halldórssyni, í útláni. Samkvæmt þessu voru því í septembermánuði 36 Íslendingar að lesa eða hlusta á þessa hálfraraldar gömlu bók.
Ég átti þess vegna ekki von á því að hún væri neitt sérstaklega umsetin á bókasöfnum núna, orðin 50 ára gömul. Það kom mér þess vegna á óvart, skemmtilega á óvart, að sjá að alls voru 20 eintök af Veröld sem var í útláni hér og þar um landið. Auk þess voru 16 eintök af hljóðbókinni, sem lesin er af Gísla Halldórssyni, í útláni. Samkvæmt þessu voru því í septembermánuði 36 Íslendingar að lesa eða hlusta á þessa hálfraraldar gömlu bók.
Annars var það ekki af ástæðulausu sem ég valdi mér skrif Zweig um veröld sem var, veröldina sem hann þekkti fyrir styrjaldirnar tvær sem rústuðu Evrópu, því mér fannst hann eiga erindi við mig og það finnst greinilega a.m.k. 35 öðrum Íslendingum líka. Zweig lýsir því hvernig fólk tókst á við nýjan veruleika þegar lífið sem það þekkti og hélt að myndi vara að eilífu er hrunið. Um kreppuna miklu, sem þjakaði Austurríki millistríðsáranna á miklu stærri skala en íslenska kreppan nú segir Zweig m.a.:
“Menn vöndust óreiðunni og gátu lagað sig eftir aðstæðum […] Lífsþrá manna reyndist mega sín meir en hverfleiki fjármunanna. Þrátt fyirr fjárhagsöngþveitið var daglegu lífi lifað næstum eins og ekkert hefði í skorizt. Auðvitað urðu miklra breytingar á högum einstakra manna […] En sigurverk mannlífsins gekk sinn háttbundna gang án þess að skeyta um örlög einstaklinga, enginn stanz varð á neinu.
Þegar peningarnir, sem áður voru óbrigðulla verðmæti en nokkuð annað, fóru dagfallandi, tóku menn einmitt að meta þeim mun meira hið raunverulega verðmæti lífsins, vinnuna, ástina, vináttuna, listirnar og náttúruna. Þjóðin lifði fyllra og djarfmannlegra lífi en nokkru sinni fyrr, piltar og stúlkur gengu á fjöll og komu útitekin heim, músíkin glumdi í danssölunum fram á rauðanótt […] Aldrei mátum við Austurríkismenn listina meir en á þessum upplausnarárum, því við fundum, er auður reyndist valtastur vina, að engu var treystandi öðru en hinum eilífu verðmætum í sjálfum okkur.”
Þegar peningarnir, sem áður voru óbrigðulla verðmæti en nokkuð annað, fóru dagfallandi, tóku menn einmitt að meta þeim mun meira hið raunverulega verðmæti lífsins, vinnuna, ástina, vináttuna, listirnar og náttúruna. Þjóðin lifði fyllra og djarfmannlegra lífi en nokkru sinni fyrr, piltar og stúlkur gengu á fjöll og komu útitekin heim, músíkin glumdi í danssölunum fram á rauðanótt […] Aldrei mátum við Austurríkismenn listina meir en á þessum upplausnarárum, því við fundum, er auður reyndist valtastur vina, að engu var treystandi öðru en hinum eilífu verðmætum í sjálfum okkur.”
Ég held að Íslendingar gætu haldið áfram að koma mér skemmtilega á óvart.
Birtist fyrst sem pistill í Morgunblaðinu 7. október 2009. Með þökk til Grjóna fyrir að koma mér á bragðið með þá frábæru bók Veröld sem var.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli