Elvis-klúbburinn fékk hinsvegar að láta ljós sitt skína með eftirminnilegum hætti og eitthvað segir mér að þetta innslag verði seinni tíma Youtube klassík á sama stalli og innslög úr Dagsljósinu sáluga eins og Kiddi vídjófluga og karókí-kóngarnir. Það var eitthvað fallega einlægt við gleði þessara mestu Elvis-aðdáenda
Íslands og stuðið á þeim var frábært veganesti inn í helgina. Einhverra hluta vegna kjósa Elvis-eftirhermur samt yfirleitt að stæla Elvis ekki þegar hann var upp á sitt besta heldur á „rúllupylsa-í-diskógalla"- skeiði ferilsins. Það sýnir kannski líka að þrátt fyrir alla mannlega flóru þá er og verður bara einn Elvis.
Birtist sem Ljósvakapistill í Morgunblaðinu þriðjudaginn 21. september.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli