Á dimmum bar í öðrum heimi
Karitas Jónsdóttir var besti vinur minn í sumar. Hún er að vísu ímynduð persóna og það ekki einu sinni mín sköpun, heldur sköpun Kristínar Marju Baldursdóttur sem var svo örlát að deila henni með hverjum sem vill. Karitas Jónsdóttir er nefnilega skáldsagnapersóna en þó bast ég henni svo sterkum böndum í sumar að ég saknaði hennar óstjórnlega þegar samleið okkar lauk.
Það gerðist úti í Kanada, þar sem ég sat ein úti í horni á skuggsælum bar og skældi ofan í bjórinn minn yfir örlögum þessa fólks sem aldrei var til. Líklega var þetta ekki æskileg félagsleg hegðun af minni hálfu, en hvernig er annað hægt þegar maður kveður kæran vin?
Saga Karitasar kom út í tveimur bindum, hið fyrra 2004 og það síðara 2007. Ég las þær þó ekki fyrr en í sumar og spurði sjálfa mig í sífellu hvers vegna í ósköpunum ég hefði ekki uppgötvað þær fyrr. Á sama tíma var ég svo þakklát fyrir að vera að lesa þær í fyrsta sinn því þetta er ein af þessum skáldsögum sem maður vildi óska að þess að eiga enn eftir um leið og síðasta orðið er lesið. Síðan eru nokkrir mánuðir liðnir og Karitas var mér ekki efst í huga lengur, þangað til í síðustu viku þegar vinkona mín hringdi óvænt í mig rétt fyrir miðnætti, snöktandi í símann.
Ég hélt að einhver skelfing hefði komið fyrir þar til hún kom sér að erindinu, hún var að klára Óreiðu á striga og hafði brennandi þörf fyrir að tala um það við einhvern. Það var vel þegið því ég hafði það líka, ég hafði þörf á því að ræða um það hvernig stöðug togstreita Karitasar skapaði togstreitu innra með mér. Hvað ég þoldi ekki tilhugsunina um að þurfa að velja á milli ástarinnar og frelsisins. Hvernig femínstinn innra með mér og rómantíkerinn innra með mér tókust á um ákvarðanir Karitasar í lífinu. Hvað ég er þakklát fyrir að eiga þvottavél. Bækurnar um Karitas eru svo miklu meira en saga Karitasar einnar, þær eru saga 20. aldarinnar frá sjónarhóli konu. Sjaldséðum sjónarhóli.
Og nú hef ég komið foreldrum mínum á bragðið líka. Þau fengu lánaða hjá mér Karitas án titils og bitust svo um það hvort fengi að byrja fyrst á Óreiðu á striga. Þeir eru til, og ég hef hitt þá nokkra, sem lesa ekki skáldsögur því þeim finnst það tímaeyðsla að lesa um eitthvað sem var aldrei í alvörunni. Það er dapurlegur misskilningur. Skáldskapur getur verið svo miklu sannarri en nokkur frásögn úr raunveruleikanum.
Það er svo sannarlega hægt að læra af skáldskap, hann getur dýpkað skilning okkar á lífinu, samborgurum okkar og sjálfum okkur. Skáldskapur byggist á einum mesta hæfileika mannskepnunnar, að geta sett sig í fótspor annarra. Ímyndað sér og fundið til vegna einhvers sem ekki er áþreifanlegt. Nú er nýtt jólabókaflóð í vændum og ég vona innilega að þar leynist einhverjir gimsteinar. Ég les þá kannski ekki strax en þá gæti rekið á fjörur mínar sumarið 2016 og náð á mér heljartökum á einhverjum skuggalegum bar. una@mbl.is
Birtist sem pistill í Morgunblaðinu miðvikudaginn 10. nóvember 2010.
Það gerðist úti í Kanada, þar sem ég sat ein úti í horni á skuggsælum bar og skældi ofan í bjórinn minn yfir örlögum þessa fólks sem aldrei var til. Líklega var þetta ekki æskileg félagsleg hegðun af minni hálfu, en hvernig er annað hægt þegar maður kveður kæran vin?
Saga Karitasar kom út í tveimur bindum, hið fyrra 2004 og það síðara 2007. Ég las þær þó ekki fyrr en í sumar og spurði sjálfa mig í sífellu hvers vegna í ósköpunum ég hefði ekki uppgötvað þær fyrr. Á sama tíma var ég svo þakklát fyrir að vera að lesa þær í fyrsta sinn því þetta er ein af þessum skáldsögum sem maður vildi óska að þess að eiga enn eftir um leið og síðasta orðið er lesið. Síðan eru nokkrir mánuðir liðnir og Karitas var mér ekki efst í huga lengur, þangað til í síðustu viku þegar vinkona mín hringdi óvænt í mig rétt fyrir miðnætti, snöktandi í símann.
Ég hélt að einhver skelfing hefði komið fyrir þar til hún kom sér að erindinu, hún var að klára Óreiðu á striga og hafði brennandi þörf fyrir að tala um það við einhvern. Það var vel þegið því ég hafði það líka, ég hafði þörf á því að ræða um það hvernig stöðug togstreita Karitasar skapaði togstreitu innra með mér. Hvað ég þoldi ekki tilhugsunina um að þurfa að velja á milli ástarinnar og frelsisins. Hvernig femínstinn innra með mér og rómantíkerinn innra með mér tókust á um ákvarðanir Karitasar í lífinu. Hvað ég er þakklát fyrir að eiga þvottavél. Bækurnar um Karitas eru svo miklu meira en saga Karitasar einnar, þær eru saga 20. aldarinnar frá sjónarhóli konu. Sjaldséðum sjónarhóli.
Og nú hef ég komið foreldrum mínum á bragðið líka. Þau fengu lánaða hjá mér Karitas án titils og bitust svo um það hvort fengi að byrja fyrst á Óreiðu á striga. Þeir eru til, og ég hef hitt þá nokkra, sem lesa ekki skáldsögur því þeim finnst það tímaeyðsla að lesa um eitthvað sem var aldrei í alvörunni. Það er dapurlegur misskilningur. Skáldskapur getur verið svo miklu sannarri en nokkur frásögn úr raunveruleikanum.
Það er svo sannarlega hægt að læra af skáldskap, hann getur dýpkað skilning okkar á lífinu, samborgurum okkar og sjálfum okkur. Skáldskapur byggist á einum mesta hæfileika mannskepnunnar, að geta sett sig í fótspor annarra. Ímyndað sér og fundið til vegna einhvers sem ekki er áþreifanlegt. Nú er nýtt jólabókaflóð í vændum og ég vona innilega að þar leynist einhverjir gimsteinar. Ég les þá kannski ekki strax en þá gæti rekið á fjörur mínar sumarið 2016 og náð á mér heljartökum á einhverjum skuggalegum bar. una@mbl.is
Birtist sem pistill í Morgunblaðinu miðvikudaginn 10. nóvember 2010.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli