Sumarstarfsmanninum að kenna
Í síðustu Vikulokum á Rás 1 fór fram öfugsnúin umræða. Fyrst var rætt af virðingu um unga fólkið sem leiðir byltinguna í Egyptalandi. Þegar talið barst að Íslandi var kvæði hinsvegar undið í kross og talað niður til ungs fólk á vinnumarkaði, nánar tiltekið í fjölmiðlastétt. Það er ekki nýtt að talað sé af lítilsv
irðingu um sumarstarfsmenn í öllum stéttum og þeir sagðir vitlausir krakkar. Jóhanna Kristjónsdóttir kvartaði undan því að íslenskir fjölmiðlar gætu ekki tekið gagnrýni. Svo klykkti hún út með
því að Morgunblaðið liði fyrir að þar væri enginn blaðamaður með reynslu heldur eintómir sumarstarfsmenn sem ekkert vissu.
Til að gagnrýni sé marktæk þarf hún líka að vera réttmæt. Í íslenskum fjölmiðlum er margt sem má bæta og þar er Morgunblaðið sannarlega ekki undanskilið. Ef Jóhanna vill að gagnrýnin skili breytingum þarf hún þó að beina spjótum að einhverju öðru en vanhæfni unga fólksins á fréttadeild Morgunblaðsins, þar sem 38% blaðamanna eru yfir fimmtugu og bæði meðalaldur og miðaldur er um fertugt. Auk þess er alveg ljóst að það voru ekki ungir sumarstarfsmenn sem keyrðu þetta samfélag í þrot. En það er kannski önnur saga.
Birtist sem Ljósvakapistill í Morgunblaðinu fimmtudaginn 17. febrúar 2011
Engin ummæli:
Skrifa ummæli