mánudagur, febrúar 28, 2005

Óþekk stelpa

Undanfarna mánuði hef ég reglulega undrað mig á því að ég sé enn ekki nema 19 ára gömul. Mér finnst eiginlega að ég sé að gera of fullorðinslega hluti miðað við aldur og tíðaranda. Hvað er ég að gera í háskóla? Er ég í alvöru að pæla í að kaupa mér íbúð? Nítján ára gamalt stelputrippi á ekki að sökkva sér í slíkar skuldbindingar. Nú hef ég ekki nema rúman mánuð í viðbót til að undrast þetta ástand og því um að gera að nýta tímann. Ég verð að sleppa fram af mér beislinu, hlaupa af mér hornin og vera fullkomlega ábyrgðarlaus, kærulaus og ungæðisleg á allan hátt. Drekka, dópa og ríða. Byrja núna. Ég er að blogga í tíma, tíhí. Kennarabeygla, fökk ðe sístem.

Engin ummæli: